Enski boltinn

Yfirvöld ákæra John Terry | Þarf að mæta fyrir rétt 1. febrúar

Terry í leiknum fræga.
Terry í leiknum fræga.
Fyrirliði Chelsea, John Terry, hefur verið ákærður fyrir kynþáttaníð og hann mun þurfa að svara til saka fyrir dómstólum. Málið verður tekið fyrir þann 1. febrúar. Terry er kærður fyrir kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR.

Málið er einnig á borði enska knattspyrnusambandsins. Yfirvöld eru á undan enska sambandinu að kæra og enn óvíst hvað enska knattspyrnusambandið gerir.

Ljóst að það er mikil pressa á sambandinu eftir að það dæmdi Luis Suarez, leikmann Liverpool, í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í gær.

Saksóknarinn í London segir að sönnunargögnin sem hann hafi undir höndum veki bjartsýni um að ná sigri í málinu.

Terry neitar allri sök.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×