Enski boltinn

Eiður sér ekki eftir að hafa valið AEK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brendan Rodgers starfaði áður hjá Chelsea og þekkir Eið Smára vel frá þeim tíma.
Brendan Rodgers starfaði áður hjá Chelsea og þekkir Eið Smára vel frá þeim tíma. Nordic Phoots / Getty Images
Eitt af spútnikliðunum í ensku úrvalsdeildinni í ár er Swansea. Brendan Rodgers er stjóri liðsins og lýsti oft yfir áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við félagið, nú síðast í sumar. Sparkspekingar segja að hann hefði passað vel inn í þann fótbolta sem Rodgers hefur látið liðið spila.

Eiður Smári sér þó ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa farið til Grikklands. „Auðvitað er auðvelt að velta þessu fyrir sér þegar maður liggur fótbrotinn heima," segir Eiður sem fótbrotnaði í leik með AEK Aþenu í október síðastliðnum.

„Ég vissi nákvæmlega hvernig fótbolta Brendan Rodgers lætur sín lið spila," segir hann en Eiður þekkir vel til hans frá því að hann var þjálfari hjá Chelsea, þar sem Eiður var í sex ár.

„Það hefur reyndar komið mér aðeins á óvart hversu marga leiki Swansea hefur unnið. Ég var mjög ánægður með að hann sýndi mér áhuga, rétt eins og Sam Allardyce hjá West Ham gerði. Ég tók samt mínar ákvarðanir og stend við þær."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×