Eggert verður fjórtándi Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2011 06:00 Eggert, til hægri, í leik með Hearts í Skotlandi. Nordic Photos / Getty Images Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og þar spila margir af fremstu fótboltamönnum heims. Þrettán íslenskir leikmenn hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var sett á laggirnar haustið 1992 og sá fjórtándi bætist í hópinn á nýja árinu. Eggert Gunnþór ákvað að yfirgefa Skotland eftir sjö ár dvöl hjá Hearts og næst á dagskrá er að sanna sig fyrir Mick McCarthy. Eggert Gunnþór verður ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að spila fyrir Úlfana því Ívar Ingimarsson hjálpaði liðinu að komast upp úr ensku b-deildinni 2002-03 og Jóhannes Karl Guðjónsson lék með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið á eftir. Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson voru fyrstu íslensku leikmennirnir sem spiluðu í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku báðir í deildinni fyrsta tímabilið eftir að hún var stofnuð. Þorvaldur var á undan og lék með liði Nottingham Forest en Guðni var með Tottenham og fékk reyndar lítið að vera með á þessu tímabili. Guðni átti eftir að snúa aftur með Bolton-liðinu og þá sem fyrirliði. Guðni varð fyrsti Íslendingurinn sem náði því að spila hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni, síðan hafa þrír leikmenn bæst í þann hóp, Hermann Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson en það er einnig líklegt að Heiðar Helguson nái því síðar á þessu tímabili. Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrsta mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni, en markið kom 16. janúar 1993. Þorvaldur kom þá inn á sem varamaður á móti Chelsea tíu mínútum fyrir leikslok og gulltryggði 3-0 sigur. Þorvaldur fékk boltann á fjærstöng og lyfti honum laglega yfir markvörðinn. Þetta var eina mark Íslendings í deildinni þar til Guðni Bergsson skoraði fyrir Bolton í leik á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hermann Hreiðarsson á tvö met Íslendings í ensku úrvalsdeildinni því enginn hefur leikið fleiri leiki og enginn hefur leikið fyrir fleiri lið. Hermann lék alls 332 leiki í úrvalsdeildinni fyrir fimm félög á árunum 1997 til 2010. Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað langflest mörk af íslenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni – alls 55 mörk í 210 leikjum. Hann er líka sá eini sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina en það gerði hann með Chelsea 2005 og 2006. Grétar Rafn Steinsson var síðastur á undan Eggerti Gunnþóri til að reyna sig í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur spilað í deildinni með Bolton frá því í byrjun árs 2008. Grétar Rafn hefur ekki fengið mikið að spila á þessu tímabili en var með Bolton í mikilvægum sigri á móti Blackburn í fyrrakvöld. Íslendingar standa vel að vígi meðal þjóða heimsins þegar kemur að því að eiga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri Íslendingar hafa þannig spilað í deildinni en leikmenn frá Ísrael (13), Póllandi (12), Slóvakíu (12), Tyrklandi (10), Ungverjalandi (10), Austurríki (8), Búlgaríu (7) og Rússlandi (7) svo einhver þekkt fótboltalönd séu nefnd í samanburði. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir þá þrettán íslensku leikmenn sem hafa náð að spila í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var stofnuð árið 1992.Þórður Guðjónsson 10 leikir (1 mark) Derby 2000–01.Hermann Hreiðarsson 332 leikir (14 mörk) Crystal Palace 1997-98, Wimbledon 1999-2000, Ipswich 2000-2002, Charlton 2003-2007 og Portsmouth 2007-2010.Lárus Orri Sigurðsson 29 leikir (0 mörk) West Bromwich Albion 2002-2003Jóhann Birnir Guðmundsson 9 leikir (0 mörk) Watford 1999-2000Guðni Bergsson 135 leikir (8 mörk) Tottenham 1992-1993, Bolton 1995-1996, Bolton 1997-1998 og Bolton 2001-2003.Grétar Rafn Steinsson 113 leikir (3 mörk) Bolton 2008-2011.Eiður Smári Guðjohnsen 210 leikir (55 mörk) Chelsea 2000-2006, Tottenham 2009-2010, Stoke 2010-2011 og Fulham 2011.Brynjar Björn Gunnarsson 43 leikir (3 mörk) Reading 2006-2008Arnar Gunnlaugsson 45 leikir (3 mörk) Bolton 1997-98 og Leicester 1999-2002.Ívar Ingimarsson 72 leikir (4 mörk) Reading 2006-2008Jóhannes Karl Guðjónsson 32 leikir (2 mörk) Aston Villa 2003, Wolves 2003-2004 og Burnley 2009-2010.Þorvaldur Örlygsson 20 leikir (1 mark) Nottingham Forest 1992-1993.Heiðar Helguson 90 leikir (26 mörk) Watford 2000, Fulham 2005-2007, Bolton 2007-2009 og Queens Park Rangers 2011. Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og þar spila margir af fremstu fótboltamönnum heims. Þrettán íslenskir leikmenn hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var sett á laggirnar haustið 1992 og sá fjórtándi bætist í hópinn á nýja árinu. Eggert Gunnþór ákvað að yfirgefa Skotland eftir sjö ár dvöl hjá Hearts og næst á dagskrá er að sanna sig fyrir Mick McCarthy. Eggert Gunnþór verður ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að spila fyrir Úlfana því Ívar Ingimarsson hjálpaði liðinu að komast upp úr ensku b-deildinni 2002-03 og Jóhannes Karl Guðjónsson lék með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið á eftir. Þorvaldur Örlygsson og Guðni Bergsson voru fyrstu íslensku leikmennirnir sem spiluðu í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku báðir í deildinni fyrsta tímabilið eftir að hún var stofnuð. Þorvaldur var á undan og lék með liði Nottingham Forest en Guðni var með Tottenham og fékk reyndar lítið að vera með á þessu tímabili. Guðni átti eftir að snúa aftur með Bolton-liðinu og þá sem fyrirliði. Guðni varð fyrsti Íslendingurinn sem náði því að spila hundrað leiki í ensku úrvalsdeildinni, síðan hafa þrír leikmenn bæst í þann hóp, Hermann Hreiðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson en það er einnig líklegt að Heiðar Helguson nái því síðar á þessu tímabili. Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrsta mark Íslendings í ensku úrvalsdeildinni, en markið kom 16. janúar 1993. Þorvaldur kom þá inn á sem varamaður á móti Chelsea tíu mínútum fyrir leikslok og gulltryggði 3-0 sigur. Þorvaldur fékk boltann á fjærstöng og lyfti honum laglega yfir markvörðinn. Þetta var eina mark Íslendings í deildinni þar til Guðni Bergsson skoraði fyrir Bolton í leik á móti Newcastle 22. ágúst 1995. Hermann Hreiðarsson á tvö met Íslendings í ensku úrvalsdeildinni því enginn hefur leikið fleiri leiki og enginn hefur leikið fyrir fleiri lið. Hermann lék alls 332 leiki í úrvalsdeildinni fyrir fimm félög á árunum 1997 til 2010. Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað langflest mörk af íslenskum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni – alls 55 mörk í 210 leikjum. Hann er líka sá eini sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina en það gerði hann með Chelsea 2005 og 2006. Grétar Rafn Steinsson var síðastur á undan Eggerti Gunnþóri til að reyna sig í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur spilað í deildinni með Bolton frá því í byrjun árs 2008. Grétar Rafn hefur ekki fengið mikið að spila á þessu tímabili en var með Bolton í mikilvægum sigri á móti Blackburn í fyrrakvöld. Íslendingar standa vel að vígi meðal þjóða heimsins þegar kemur að því að eiga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Fleiri Íslendingar hafa þannig spilað í deildinni en leikmenn frá Ísrael (13), Póllandi (12), Slóvakíu (12), Tyrklandi (10), Ungverjalandi (10), Austurríki (8), Búlgaríu (7) og Rússlandi (7) svo einhver þekkt fótboltalönd séu nefnd í samanburði. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir þá þrettán íslensku leikmenn sem hafa náð að spila í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var stofnuð árið 1992.Þórður Guðjónsson 10 leikir (1 mark) Derby 2000–01.Hermann Hreiðarsson 332 leikir (14 mörk) Crystal Palace 1997-98, Wimbledon 1999-2000, Ipswich 2000-2002, Charlton 2003-2007 og Portsmouth 2007-2010.Lárus Orri Sigurðsson 29 leikir (0 mörk) West Bromwich Albion 2002-2003Jóhann Birnir Guðmundsson 9 leikir (0 mörk) Watford 1999-2000Guðni Bergsson 135 leikir (8 mörk) Tottenham 1992-1993, Bolton 1995-1996, Bolton 1997-1998 og Bolton 2001-2003.Grétar Rafn Steinsson 113 leikir (3 mörk) Bolton 2008-2011.Eiður Smári Guðjohnsen 210 leikir (55 mörk) Chelsea 2000-2006, Tottenham 2009-2010, Stoke 2010-2011 og Fulham 2011.Brynjar Björn Gunnarsson 43 leikir (3 mörk) Reading 2006-2008Arnar Gunnlaugsson 45 leikir (3 mörk) Bolton 1997-98 og Leicester 1999-2002.Ívar Ingimarsson 72 leikir (4 mörk) Reading 2006-2008Jóhannes Karl Guðjónsson 32 leikir (2 mörk) Aston Villa 2003, Wolves 2003-2004 og Burnley 2009-2010.Þorvaldur Örlygsson 20 leikir (1 mark) Nottingham Forest 1992-1993.Heiðar Helguson 90 leikir (26 mörk) Watford 2000, Fulham 2005-2007, Bolton 2007-2009 og Queens Park Rangers 2011.
Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira