Enski boltinn

Sörensen búinn að gera nýjan samning við Stoke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Sörensen.
Thomas Sörensen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thomas Sörensen, landsliðsmarkvörður Dana, hefur gert nýjan samning við enska úrvalsdeildarliðið Stoke City. Hann tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni í dag.

Sörensen, sem er 35 ára gamall gerir tveggja og hálfs árs samning við Stoke en hann hefur spilað hjá félaginu síðan að hann kom þangað frá Aston Villa árið 2008.

Asmir Begović var aðalmarkvörður Stoke í byrjun tímabilsins en Sörensen hefur staðið í marki liðsins í undanförnum leikjum. Hann hefur fengið á sig fimm mörk í sex leikjum.

Thomas Sörensen hefur leiki 99 landsleiki fyrir Dani en hann hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins meira eða minna síðan að Peter Schmeichel lagði skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×