Enski boltinn

Villas-Boas: Terry hefur spilað betur eftir atvikið á Loftus Road

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry gaf treyju sína í leikslok.
John Terry gaf treyju sína í leikslok. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hrósaði mikið fyrirliða sínum John Terry eftir jafnteflið á móti Tottenham á White Hart Lane í gær.

Þetta var fyrsti leikur Terry eftir að hann fékk að vita að hann yrði ákærður fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand leikmanni Queens Park Rangers í leik QPR og Chelsea á Loftus Road í október.

„John hefur spilað betur eftir þetta gerðist. Hann er frábær leikmaður og það verður aldrei hægt að efast um hæfileika hans og skuldbindingu," sagði Villas-Boas en það var púað á Terry allan leikinn.

Terry sá til þess að Chelsea tapaði ekki leiknum þegar hann bjargaði á marklínu frá Emmanuel Adebayor.

„John er í frábæru formi og þetta var mjög mjög góður leikur hjá honum. Hann las leikinn líka fullkomlega í lokin og bjargaði marki," sagði Villas-Boas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×