Enski boltinn

Meiðsli Phil Jones ekki alvarleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jones gengur af velli í gær.
Jones gengur af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images
Phil Jones er ekki kjálkabrotinn og verður því líklega ekki jafn lengi frá og í fyrstu var óttast eftir meiðsli hans í leik Manchester United og Fulham í gær.

Jones fór snemma af velli eftir að hafa fengið olnbogaskot í andlitið frá Clint Dempsey. Í dag fór hann í myndatöku sem leiddi í ljós að hann var ekki brotinn, heldur aðeins marinn auk þess sem hann fékk vægan heilahristing.

Hann ætti því að geta hafið æfingar á ný þegar læknar United eru fullvissir um að engir frekari eftirmálar verða af heilahristingnum.

Javier Hernandez, liðsfélagi Jones, var mikið hvíldur í haust og honum gefinn tími til að jafna sig eftir slæmt höfuðhögg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×