Enski boltinn

Van Persie stoltur af því að hafa náð að jafna metið hans Henry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Robin van Persie, framherji Arsenal, skoraði sitt 34. deildarmark á árinu 2011 þegar hann skoraði fyrra mark Arsenal í 2-1 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

Með þessu jafnaði hann félagsmet Thierry Henry sem skoraði líka 34 mörk árið 2004. Van Persie á enn eftir tvo leiki á árinu og getur því ógnað meti Alan Shearer sem skoraði 36 mörk átið 1995 þegar hann var leikmaður Blackburn.

„Það er mikill heiður að jafna metið hans Thierry því hann er líklega besti leikmaður Arsenal frá upphafi. Ég er mjög stoltur af því að ná því sem hann gerði best á einu ári," sagði Robin van Persie við Sky Sport.

„Það hefur hjálpað mikið að ég hef ekki misst af einum deildarleik á árinu og hef spilað allar 90 mínúturnar í flestum þeirra," sagði van Persie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×