Enski boltinn

Suárez mun áfrýja banninu - gæti fengið enn lengra bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez.
Luis Suárez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool-maðurinn Luis Suárez ætlar að áfrýja átta leikja banni enska knattspyrnusambandsins og hætta á það að vera dæmdur í enn lengra bann. Lögmaður hans staðfesti þetta vð Guardian.

Enska sambandið dæmdi Luis Suárez í átta leikja bann og til að greiða 40 þúsund punda sekt fyrir kynþáttarníð gagnvart Manchester United manninum Patrice Evra í leik liðanna á dögunum. 40 þúsund pund jafngildir 7,7 milljónum íslenskra króna.

Alejandro Balbi, lögmaður Suárez, segir dóminn hafa haft mikil áhrif á leikmanninn en hann sé rólegur ekki síst vegna mikils stuðnings frá klúbbnum, liðsfélögunum og fyrirliða sínum.

Luis Suárez lék með Liverpool í gær en tókst ekki að skora frekar en félögum hans í markalausu jafntefli á móti Wigan. Luis Suárez fiskaði reyndar víti sem Charlie Adam lét verja frá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×