Enski boltinn

Heiðar í byrjunarliði QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í leik með QPR.
Heiðar Helguson í leik með QPR. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson er í byrjunarliði QPR sem mætir Sunderland á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20.00.

Heiðar hefur verið fastamaður í byrjunarliði QPR síðustu mánuðina og heldur því DJ Campbell, sem er nýverið byrjaður aftur að spila eftir að hafa verið frá vegna meiðsla, enn á bekknum.

Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×