Enski boltinn

Dalglish: Allir leikmenn Liverpool styðja Suarez hundrað prósent

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez með liðsfélögum sínum í gær.
Luis Suarez með liðsfélögum sínum í gær. Mynd/AP
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ítrekaði það í viðtölum eftir Wigan leikinn í gær að Luis Suarez fengi fullan stuðning frá öllum í leikmannahópi Liverpool.

„Við stöndum með honum í gegnum þetta eins og við höfum alltaf gert og munum alltaf gera," sagði Kenny Dalglish eftir markalaust jafntefli á móti Wigan í gær.

„Ég tel að þetta hafi sést vel í kvöld bæði í því hvernig móttökur hann fékk frá stuðningsmönnum liðsins sem og í þeim stuðning sem hann fékk frá liðsfélögum sínum," sagði Dalglish en allir leikmenn Liverpool hituðu upp í bolum merktum Úrúgvæmanninum.

Dalglish er ekki alltof ánægður hvað mikið hefur verið um vangaveltur blaðamanna um það sem gerðist milli Luis Suarez og Patrice Evra.

„Það myndi hjálpa ef þið mynduð skrifa sannleikann. Svo ef þið byrjið á því núna þá kæmi sér það vel," sagði Dalglish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×