Fótbolti

Mun Chelsea ræna Dos Santos?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sögusagnir eru uppi um að Giovani Dos Santos, hinn stórefnilegi leikmaður Barcelona, sé með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara ef lið býður tuttugu milljónir punda í hann. Chelsea ætlar að láta reyna á þessa klásúlu.

Maður sem er náinn Dos Santos segir að Barcelona hafi gert stór mistök með því að sýna heiminum þennan demant sinn án þess að tryggja það að honum gæti ekki verið rænt frá þeim.

Dos Santos hefur spilað frábærlega með Barcelona á undirbúningstímabilinu en hann er aðeins átján ára. Talið er að hann hafi meðal annars fært Eið Smára Guðjohnsen aftar í forgangsröðina.

Sagt er að Chelsea hafi þegar hafi samband við umboðsmann Dos Santos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×