Fótbolti

Terry: McClaren mun ekki hætta

NordicPhotos/GettyImages

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir að landsliðsþjálfarinn Steve McClaren muni ekki segja starfi sínu lausu þótt illa fari í leikjunum tveimur gegn Ísraelum og Rússum í undankeppni EM um helgina.

"Steve mun ekki hætta - jafnvel þó við töpum þessum leikjum. Á meðan er stærðfræðilegur möguleiki á því að við förum áfram á EM mun hann halda áfram ótrauður. Hann er einfaldlega þannig náungi. Hann er ekki maður sem hverfur frá hálfkláruðu verki," sagði fyrirliðinn í samtali við Sun.

Blaðið segir að þjálfarinn fái 45,000 pund í vikulaun eða tæpar 6 milljónir króna. Þar segir líka að ef hann verði rekinn, muni hann alltaf fá eins árs laun í vasann. McClaren er samningsbundinn enska landsliðinu til ársins 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×