Fótbolti

Crouch var tekinn sérstaklega fyrir á HM

NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum HM-dómarinn Graham Poll segir að dómarar á HM í Þýskalandi í fyrra hafi tekið leikstíl enska landsliðsmannsins Peter Crouch sérstaklega fyrir áður en mótið byrjaði.

"Okkur voru sýnd myndskeið með Crouch og þar var okkur bent á að hann notaði hendurnar of mikið og bryti af sér þegar hann væri að berjast um boltan. Okkur var bent á að fylgjast sérstaklega með honum og dómarar gerðu það á mótinu. Hann hefur líka verið að fá nokkur gul spjöld með landslðinu og er líka í banni fyrir leikinn gegn Ísrael," sagði Poll og bætti við að hann hefði reynt að taka upp hanskann fyrir sinn mann - verandi Englendingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×