Fótbolti

Loew hissa á ákvörðun Chelsea

AFP

Joachim Loew, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, segist undrandi á ákvörðun forráðamanna Chelsea að velja Michael Ballack ekki í hóp sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann segist ekki sjá annað en að þýski landsliðsmaðurinn sé á góðum batavegi.

"Ég er hissa á því að Ballack verði ekki með Chelsea í Meistaradeildinni á þessu ári. Ég hef ekki talað við þá í síma enn og veit því ekki allt um málið. Það eina sem ég veit er að Ballack er að verða góður af meiðslunum og verður betri með hverjum deginum," sagði Loew í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×