Fótbolti

Gerrard sprautaður?

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekki útilokað að Steven Gerrard verði sprautaður með verkjalyfjum svo hann geti spilað leikinn við Ísraela í undankeppni EM á laugardaginn. Gerrard er með brákað tábein, en síðast þegar hann var sprautaður vegna þessa var hann eina fimm daga að jafna sig.

Fari svo að Gerrard verði sprautaður gæti McClaren kallað yfir sig reiði Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, en hann vill auðvitað ekki að enska liðið taki áhættu með fyrirliða sinn. McClaren segir að þetta sé að mestu undir leikmanninum sjálfum komið, en hann hefur þegar lýst því yfir að hann muni gera allt sem í hans valdi stendur til að spila leikinn mikilvæga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×