Íslenski boltinn

Margrét Lára langmarkahæst

Elvar Geir Magnússon skrifar
Margrét Lára skoraði fjögur í kvöld þegar Valur endurheimti toppsæti Landsbankadeildar kvenna.
Margrét Lára skoraði fjögur í kvöld þegar Valur endurheimti toppsæti Landsbankadeildar kvenna.

Margrét Lára Viðarsdóttir er langmarkahæsti leikmaðurinn í Landsbankadeild kvenna. Margrét hefur skorað þrjátíu mörk í deildinni í þeim þrettán leikjum sem Valur hefur leikið en í kvöld gerði hún fjögur þegar Valur vann 11-0 útisigur á Fjölni.

Hrefna Huld Jóhannesdóttir úr KR og Nína Ósk Kristinsdóttir úr Val koma á eftir Margréti í markaskorun en þær hafa gert fjórtán mörk hvor. Nína skoraði tvö gegn Fjölni í kvöld.

Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn í Landsbankadeild kvenna. Í sviga fyrir aftan má sjá hve mörg af mörkunum hafa komið úr vítaspyrnum.

1 Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur - 30 (5)

2 Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR - 14 (0)

3 Nína Ósk Kristinsdóttir, Valur- 14 (1)

4 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR - 13 (0)

Upplýsingar af vef KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×