Fleiri fréttir

Hiddink: Englendingar eru hræddir

Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu, segir að ensku landsliðsmennirnir séu hræddir og taugaveiklaðir og það sé ástæðan fyrir því að liðið hafi valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum. Hiddink þótti koma sterklega til greina sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu á sínum tíma, en hann stýrir Rússum í leik gegn Englendingum í næstu viku.

Mickelson sigraði á Deutsche Bank mótinu

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson landaði í gærkvöld sigri á Deutsche Bank mótinu á PGA mótaröðinni þegar hann lauk keppni á 16 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Tiger Woods, Brett Wetterich og Arron Oberholser. Mickelson vann þarna sinn 32 sigur á PGA mótaröðinni og tryggði sigurinn með því að leika lokahringinn á 66 höggum.

Djurgården á toppinn

Nokkrir leikir fóru fram í norsku og sænsku knattspyrnunni í gærkvöld. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden náðu eins stigs forystu á toppi sænsku deildarinnar með góðum 4-1 útisigri á Helsingborg.

Fjölnir í úrslitaleikinn

Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins eftir að hafa unnið Fylki 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik. Sigurmarkið skoraði Atli Viðar Björnsson á 112. mínútu. Leikurinn var bráðfjörugur og úrslitin óvænt.

Okocha óvænt á leið til Hull

Enska 1. deildarliðið Hull City mun á morgun kynna Jay-Jay Okocha sem nýjan leikmann liðsins. Okocha er 34 ára og er fyrrum nígerískur landsliðsmaður. Hann var fjögur ár hjá Bolton Wanderes þar sem hann fór á kostum og sýndi stórskemmtileg tilþrif.

Hetja Fjölnis fær ekki að spila gegn FH

Komin er upp ansi sérstök staða nú þegar ljóst er að Fjölnir leikur við FH í úrslitaleik VISA-bikarsins. Þrír leikmenn Fjölnis sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu í sumar eru samningsbundnir FH en í láni hjá Fjölni og fái ekki að leika í úrslitaleiknum.

Atli Viðar búinn að koma Fjölni yfir

Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson hefur skorað fyrir Fjölni á 112. mínútu. Grafarvogsliðið hefur því tekið forystuna gegn Fylki í þessum undanúrslitaleik VISA-bikarsins en staðan er 2-1 þegar framlengingin er að klárast.

Öruggur sigur Sevilla

Spænska liðið Sevilla er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á AEK Aþenu í kvöld. Sevilla réði lögum og lofum í leiknum eins og úrslitin bera með sér en þetta var síðari leikur þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sevilla vann samtals úr báðum leikjum 6-1.

Framlengt í Laugardal

Líkt og í viðureigninni í gær þá verður framlengt í leik Fylkis og Fjölnis. Staðan að loknum venjulegum leiktíma er 1-1. Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu.

Slóvenía vann dramatískan sigur á Ítalíu

Nú er öllum leikjum kvöldsins á Evrópumótinu í körfubolta lokið en mótið fer fram á Spáni. Fyrsta umferð riðlakeppninnar fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leik Slóveníu og Ítalíu þar sem Slóvenar tryggðu sér sigur 69-68 með þriggja stiga körfu í blálokin.

Gunnar Már hefur jafnað

Staðan er orðin jöfn 1-1 í leik Fylkis og Fjölnis á Laugardalsvelli. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Gunnar Már Guðmundsson að jafna fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu.

Albert kom Fylki yfir

Hálfleikur er í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla. Staðan er 1-0 fyrir Fylkismönnum en markið skoraði Albert Brynjar Ingason nokkrum mínútum fyrir hlé. Albert hefur átt góðan leik og verið ógnandi í fremstu víglínu.

Öruggir sigrar Breiðabliks og KR

Tveir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna 4-0 og Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna Keflavík 4-1.

Jaaskeilainen til Arsenal?

Talið er að Arsenal hyggist kaupa finnska landsliðsmarkvörðinn Jussi Jaaskeilainen þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar. Jaaskeilainen hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Bolton.

Enn talsvert í Ballack

Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þessi 31. árs leikmaður er enn að jafna sig eftir aðgerð og er reiknað með því að hann snúi ekki aftur fyrr en í október.

Rússar lögðu Serba

Evrópumót landsliða í körfuknattleik er farið af stað en leikið er á Spáni. Í A-riðli mættust gömlu risarnir Rússland og Serbía en þar unnu Rússarnir 73-65. Andrei Kirilenko var stigahæstur í rússneska liðinu með 24 stig.

Nær Fjölnir að brjóta blað?

Í kvöld mun það ráðast hvort Fylkismenn eða Fjölnismenn verða mótherjar FH-inga í úrslitaleik VISA-bikars karla. FH komst í úrslitaleikinn með því að leggja Breiðablik að velli í gær en hinn undanúrslitaleikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 20:00.

Viðtal við Boris Diaw

Heimasíða FIBA tók viðtal við franska körfuboltamanninn Boris Diaw sem leikur með Phoenix Suns í NBA-deildinni. Í viðtalinu má segja að Diaw hafi sýnt á sér aðra hlið.

Adriano á ekki sjö dagana sæla

Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano er úti í kuldanum hjá Ítalíumeisturum Inter. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður var ekki valinn í leikmannahóp Inter fyrir Meistaradeild Evrópu og mun að öllum líkindum skipta um lið í janúar.

Jafnt hjá Milan og Fiorentina

AC Milan og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli í ítölsku Serie-A deildinni í dag. Brasilímaðurinn Kaka kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en Adrian Mutu jafnaði metin í seinni hálfleik og þar við sat.

Halifax bjargað af vefsíðu?

Fótboltafélagið Halifax Town er á barmi þess að verða gjaldþrota. Svo gæti þó farið að félaginu verði bjargað af vefsíðunni myfootballclub.co.uk. Vefsíðan er að fara að brjóta blað í fótboltaheiminum en í gegnum hana hefur almenningi verið gefinn kostur á að kaupa hlut í fótboltaliði.

Bent: Curbishley var ekki ástæðan

Darren Bent, sóknarmaður Tottenham, hefur kveðið niður þær kjaftasögur að ástæða þess að hann neitaði tilboði West Ham í sumar hafi verið Alan Curbishley. Charlton tók tilboði frá West Ham í leikmanninn en sjálfur ákvað Bent að fara til Tottenham.

Myndaveisla: Svipmyndir frá leikjum helgarinnar

Það var nóg um að vera í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Vísir tók saman nokkrar af skemmtilegustu ljósmyndunum frá leikjunum og þú getur skoðað þær með því að smella á myndaalbúmið hér fyrir neðan.

Vanmetum ekki Fjölni

"Þessi leikur leggst vel í mig eins og allir leikir. Við gerum þá kröfu á sjálfa okkur að klára þennan leik eins og alla leiki sem við förum í og við berum mikla virðingu fyrir liði Fjölnis," sagði Leifur Garðarsson í samtali við Vísi í kvöld, en hans menn í Fylki mæta þá Fjölni í undanúrslitaleik Visa-bikarsins. Sigurvegarinn í kvöld mætir FH í úrslitum.

Schuster kannast vel við takta Sneijder

Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, var að vonum ánægður með frábæran leik Hollendingsins Wesley Sneijder um helgina þegar Real Madrid burstaði Villarreal 5-0 á útivelli. Sneijder skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og sagði Schuster hann hafa minnt sig á annan glókoll sem lék með Real á árum áður.

Dýr skilnaður í vændum hjá Thierry Henry

Franski framherjinn Thierry Henry skildi í dag við konu sína til fjögurra ára, fyrirsætuna Claire Merry. Gengið var frá skilnaðinum í réttarsal í Lundúnum í morgun en hvorugt þeirra hjóna var viðstatt. Talið er að skilnaðurinn gæti átt eftir að kosta markaskorara Barcelona vænar fúlgur.

Leikmenn keyptir fyrir 65 milljarða

Knattspyrnufélögin í ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei verið eins dugleg að kaupa leikmenn og í ár. Nýtt met var sett í sumar og hafa félögin á Englandi þegar eytt yfir 500 milljónum punda til leikmannakaupa eða um 65 milljörðum króna. Gamla metið frá í fyrra var 300 milljónir punda.

Bandaríkjamenn sigruðu í Ameríkukeppninni

Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári.

Lescott kallaður í enska landsliðið

Miðvörðurinn öflugi Joleon Lescott hjá Everton hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn sem mætir Israelum á Wembley í undankeppni EM á laugardaginn. Lescott hefur farið mikinn með Everton í upphafi leiktíðar, en hann tekur stöðu Sol Campbell hjá Portsmouth í landsliðinu eftir að sá síðarnefndi meiddist.

Leikmaður 5. umferðar: Xabi Alonso

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso er leikmaður fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Alonso tók upp hanskann fyrir Steven Gerrard um helgina þegar Liverpool valtaði yfir nýliða Derby County 6-0 og skoraði tvö mörk í leiknum.

Áhorfendametið slegið

Áhorfendametið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu féll í gær þegar 1018 áhorfendur sáu Valsmenn vinna öruggan 5-1 sigur á Víkingi. Alls hafa 98.412 manns mætt á leikina í Landsbankadeildinni í sumar, en eldra metið var 98.026 manns og var það sett í fyrra. Því er nokkuð ljóst að farið verður yfir 100.000 manna múrinn í næstu umferð deildarinnar sem hefst þann 16. september.

Carroll ekki með gegn Íslendingum

Markvörðurinn Roy Carroll hjá Glasgow Rangers hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið Norður-Íra fyrir leikina gegn Lettum og Íslendingum í undankeppni EM. Carroll tók þessa ákvörðun eftir fund sinn með Nigel Worthington þjálfara Rangers og ætlar þess í stað að einbeita sér að æfingum með félagsliði sínu. Michael McGovern hefur verið kallaður inn í lið Norður-Íra í stað Carroll.

Ecclestone ætlar að kaupa QPR

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ætla að kaupa enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers og stefnir á að koma því í úrvalsdeildina á ný á fjórum árum. QPR hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 1996.

Önnur handtökuskipun gefin út á Shinawatra

Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands og eigandi Manchester City, hefur nú fengið gefna út aðra handtökuskipunina á sig á stuttum tíma í heimalandi sínu.

Heskey hissa á að vera valinn í landsliðið

Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Israel og Rússum í undankeppni EM. Fjögur ár eru síðan hann var síðast valinn í landsliðið og því var hann skiljanlega hissa þegar kallið kom.

Mourinho: Deildin verður opnari í vetur

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að baráttan um enska meistaratitilinn verði opnari í ár en verið hefur eftir að hans menn þurftu að þola 2-0 tap gegn Aston Villa í gær.

Nálægt því að fá Eið Smára

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, sagði við breska fjölmiðla í dag að hann hefði verið nálægt því að fá Eið Smára Guðjohnsen til félagsins áður en félagaskipta­glugginn lokaðist á miðnætti síðasta föstudag.

Vorum betri

Tryggvi Guðmundsson átti enn einn stórleikinn fyrir FH í gær, skoraði mark og lagði upp annað. „Við áttum að klára þetta fyrr og ég var orðinn pirraður að fá aldrei boltann. Við gáfumst samt ekki upp, vorum töluvert betri og áttum sigurinn svo sannarlega skilinn," sagði Tryggvi brosmildur.

Með leiðinlegar æfingar

Franski framherjinn Fredi Kanoute er ekki mikill aðdáandi Martins Jol, stjóra Spurs, en Kanoute segir leiðinlegar æfingar stjórans hafa verið mikið vandamál þegar hann lék með Tottenham.

Kristján með sigurmark

Akureyringurinn Kristján Örn Sigurðsson tryggði Brann mikilvægan sigur á Sandefjord í gær. Kristján skoraði eina mark leiksins og Brann heldur því efsta sætinu í deildinni.

Man. Utd er ekki til sölu segja Glazer-feðgar

Glazer-fjölskyldan, sem á Manchester United, segir ekkert hæft í þeim orðrómi að til standi að selja félagið fjárfestum í Dubai og Kína.„Manchester United er ekki til sölu. Glazer-fjölskyldan á ekki í neinum viðræðum um sölu á félaginu og er heldur ekki að leita eftir viðræðum,“ sagði talsmaður Glazer-fjölskyldunnar.

Kallað á Emile Heskey

Steve McClaren, lands-­liðs­þjálfari Englands, hefur kallað á Emile Heskey í hópinn á nýjan leik enda margir fram-herjar enska landsliðsins meiddir. Má þar nefna Wayne Rooney og Peter Crouch.

Var of vinalegur við José Mourinho

Það hefur vakið talsverða athygli að Pako Ayesteran hefur yfirgefið herbúðir Liverpool en hann hefur verið hægri hönd stjórans, Rafa Benitez, síðustu ellefu ár.

Gio er leynivopn Franks Rijkaard

Átján ára mexíkóskur strákur sló í gegn á undirbúningstímabilinu hjá Barcelona og eykur enn við sóknarþunga snillinganna og samkeppnina hjá Eiði Smára Guðjohnsen í framlínu liðsins.

Flautukarfa Pálmars var mun mikilvægari

Einar Bollason var í Höllinni í síðustu viku þegar Jakob Örn Sigurðarson tryggði íslenska landsliðinu 76-75 sigur á Georgíu með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni.

Sjá næstu 50 fréttir