Fleiri fréttir

Hetjan hanskalausa

Markvörður Portúgala, Ricardo, tryggði sæti í undanúrslitum EM. Portúgalar lögðu Englendinga að velli eftir vítaspyrnukeppni. Jafnt var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. </font /></b />

Hólmfríður leggur upp flest mörk

KR-ingurinn Hólmfríður Magnúsdóttir er þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu með sex mörk en enginn leikmaður deildarinnar hefur lagt upp fleiri mörk en hún í fyrstu fimm umferðunum. Hólmfríður hefur alls átt sjö stoðsendingar, allar í tveimur síðustu sigurleikjum KR sem liðið hefur unnið með markatölunnni 15-3. 

Allan skiptir öllu fyrir FH

Allan Borgvardt var í fyrsta sinn í byrjunarliði FH-inga á tímabilinu þegar liðið vann 4-1 sigur á Grindavík í fyrrakvöld. FH-liðið geislaði af sjálfstrausti með Danann snjalla innanborðs og sýndi þá spilamennsku sem tryggði liðinu annað sætið á mótinu í fyrra en í kjölfarið var Allan valinn leikmaður ársins af félögum sínum í deildinni.

Gríðarlegur liðsstyrkur

Það er mikið að gerast hjá kvennaliði Hauka í handknattleik og víst er að erfitt verður fyrir ÍBV að halda öllum titlunum úti í Eyjum. </font /></b />

Ekki til b-lið hjá Tékkum

Einn gráhærður eldri maður gat verið manna stoltastur eftir leik Tékka og Þjóðverja í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal. Hinn 64 ára gamli Karel Brückner hafði stýrt Tékkum til sigurs í öllum þremur leikjunum í D(auða)-riðlinum en sá síðasti á Þjóðverjum var kannski sætastur því sex leikmenn léku þar sinn fyrsta leik á mótinu og karlinn hvíldi níu lykilmenn frá því í fyrstu tveimur leikjunum.

Geta gert þeim grikk

"Við höfum náð lengra en okkur dreymdi nokkurn tíma um fyrir mótið og við höfum engu að tapa gegn Frökkum. Nákvæmlega engu," segir Otto Rehhagel, þjálfari Grikklands, sem mæta Frökkum í öðrum leik 8-liða úrslita EM í kvöld.

Tíu stiga tap gegn Belgum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut fyrir því belgíska, 88-78, í fyrsta leik af þremur vináttuleikjum liðanna en leikurinn fór fram í Borgnarnesi þar sem nýtt og glæsilegt parkertgólf var vígt.

Sigrún ÓIöf með stjörnuleik

FH náði sínu fyrsta stigi í sumar í Landsbankadeild kvenna með því að gera 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabær í gær. Það voru reyndar Stjörnustúlkur sem voru heppnar að ná í stig því Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði leikinn fyrir þær á 87. mínútu. Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, markvörður FH, átti stjörnuleik og varði meðal annars víti.

Íþróttafréttir á Bylgjunni

Forráðamenn ítalska landsliðsins í knattspyrnu og sumir leikmenn Ítala telja að um samsæri hafi verið að ræða hjá Dönum og Svíum á Evrópumótinu í gærkvöld. Danir og Svíar gerðu 2-2 jafntefli sem þýddi að bæði lið fóru áfram en Ítalir sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir 2-1 sigur gegn Búlgörum.

UEFA rannsakar ekki leikinn

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sér ekki ástæðu til að rannsaka leik Dana og Svía í Evrópukeppninni í Portúgal sem fram fór í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 2-2, en úrslitin þýða að báðar þjóðirnar fara áfram í átta liða úrslit keppninnar á meðan Ítalir sitja eftir.

Tékkar og Hollendingar áfram

Tékkar og Hollendingar eru komnir í átta liða úrslit Evrópumótsins í Portúgal úr D-riðli en riðlakeppninni lauk í kvöld. Tékkar unnu Þjóðverja, 2-1, og Hollendingar lögðu Letta, 3-0.

Fyrsti sigur Víkinga

Það voru skoruðu 14 mörk í fjórum leikjum í gær þegar sjöundu umferð La ndsbankadeildar karla lauk í rigningu og bleytu. Fylkir, ÍA og FH unnu öll góða sigra og Víkingar tvöfölduðu markaskor sitt og unnu langþráðan sigur.

Verðum að herða vörnina

David James, markvörður enska landsliðsins, segir að Englendingar verði að herða vörnina ef þeir ætli sér að halda markinu hreinu gegn Portúgölum í fyrsta leik átta liða úrslitanna á EM í kvöld.

Lizarazu ekki endilega til Spurs

Franski varnarmaðurinn Bixente Lizarazu segist alls ekki vera búinn að ákveða að fara til Tottenham eins og komið hefur fram í nokkrum fjölmiðlum ytra.

Tekur Gerrard fagnandi

Jose Mourinho, hinn nýráðni knattspyrnustjóri hjá Chelsea, kveðst munu taka fagnandi á móti Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, taki hann þá ákvörðun um að ganga til liðs við Chelsea.

Svíar hafa hreina samvisku

Olof Mellberg, fyrirliði sænska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Ítalir geti einungis sjálfum sér um kennt fyrir að hafa fallið úr leik á EM í fyrradag.

Rooney er enginn Pele

Luis Felipe Scolari, þjálfari Portúgala, hlær að öllum samlíkingum á Wayne Rooney og goðsögninni Pele, en Sven-Göran Eriksson, þjálfari Englendinga, hefur sagt að Rooney sé að hafa slík áhrif á Evrópukeppnina að annað eins hafi ekki gerst síðan 1958, þegar hinn 17 ára gamli Pele sló fyrst í gegn.

Garðar til Vals

Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson gerði í gær þriggja ára samning við 1. deildarlið Vals. Garðar, sem hefur leikið allan sinn feril með Skagamönnum en hefur fengið fá tækifæri hjá Ólafi Þórðarsyni, þjálfara liðsins, það sem af er tímabilinu.

Ítalir sátu eftir

Ítalir gerðu allt sem í valdi þeirra stóð til að komast áfram í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar og sigruðu Búlgara 2-1. Þeim til mikillar gremju fór leikur Dana og Svía á þann eina veg sem þýddi að Ítalir kæmust ekki áfram, eða 2-2 jafntefli.

Var það samsæri?

Mattias Jonson reyndist hetja Svía þegar hann skoraði annað mark liðsins á síðustu mínútu leiksins gegn Dönum í gærkvöld og jafnaði leikinní 2-2. Þýddu þau úrslit að báðir frændur okkar Íslendinga af Norðurlöndunum komast áfram, hvernig sem leikur Ítala og Búlgara færi. Ítalir urðu æfir, sökuðu þjóðirnar um samsæri og að úrslitin hefðu verið ákveðin fyrirfram.

Saez ætlar ekki að gefast upp

Þjálfari spænska landsliðsins í knattspyrnu, Inaki Saez sem er 61 árs, ætlar ekki að hætta með liðið þrátt fyrir slælegt gengi - nánast hrakfarir - á EM í Portúgal.

KR upp fyrir Breiðablik í 3. sætið

KR-konur komust upp fyrir Breiðablik í 3. sæti Landsbankadeild kvenna með 4-1 sigri í innbyrðisleik liðanna í Frostaskjólinu í kvöld. KR er nú með tíu stig, fimm stigum á eftir toppliði Vals en einu stigi á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Fjórir leikmenn Íslandsmeistaranna voru á skotskónum í kvöld.

Fimmti sigur Valsstelpna í röð

Valsstelpur ætla ekkert að gefa eftir á toppi Landsbankadeildar kvenna en liðið vann sinn fimmta sigur í röð á Fjölnisvellinum í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk í sitthvorum hálfleik og Dóra María Lárusdóttir bæði skoraði og lagði upp mark í 0-3 sigri Vals sem hefur fjögurra stiga forskot á ÍBV á toppnum.

Gummi Ben finnur skotskóna á ný

Guðmundur Benediktsson innsiglaði sigur KR á Fram með tveimur mörkum á síðustu þremur mínútum leiksins. Líklega hefur tvenna aldrei verið skoruð eins seint og þessi en þetta var rétt fyrir ellefu um kvöldið. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá KR-ingum á heimavelli sínum í Frostaskjólinu og hann kom þeim alla leið upp í annað sæti deildarinnar.

Liðin skoðuð - Víkingur (10. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Víkingar eru í 10. sæti deildarinnar.

Frei kærður fyrir að hrækja

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur kært svissneska sóknarmanninn Alexander Frei fyrir að hrækja á Steve Gerrard, leikmann Englendinga, í leik liðanna á fimmtudaginn í síðustu viku.

Goosen vann Opna bandaríska

Suður-afríski kylfinguirnn Retief Goosen bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk á Shinnecock Hills-vellinum í gær. Goosen hafði betur eftir harða baráttu við Bandaríkjamanninn Phil Mickelson.

Liðin skoðuð: Fram (9. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Framarar eru í 9. sæti deildarinnar.

Liðin skoðuð: KA (8. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar. <font face="Helv"></font>

Liðin skoðuð: Grindavík (7. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Grindvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar.

Liðin skoðuð: KR (6. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. KR-ingar eru í 6. sæti deildarinnar. <font face="Helv"></font>

Liðin skoðuð: FH (5. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. FH-ingar eru í 5. sæti deildarinnar. <font face="Helv"></font>

Liðin skoðuð: ÍA (4. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Skagamenn eru í 4. sæti deildarinnar. <font face="Helv">   </font>

Liðin skoðuð: ÍBV (3. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Eyjamenn eru í 3. sæti deildarinnar.<font face="Helv"></font>

Liðin skoðuð: Keflavík (2. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Keflvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar.

Liðin skoðuð: Keflavík (2. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Keflvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar.

Liðin skoðuð: Fylkir (1. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Fylkismenn eru í 1. sæti deildarinnar.

Moyes reiður út í Eriksson

Framkvæmdastjóri Everton, David Moyes, er ekki sáttur við ummæli Sven Göran Eriksson, þjálfara Englendinga, þess efnis að hann væri tilbúinn að hringja í umboðsmann Wayne Rooney væri hann þjálfari einhvers félagsliðs og reyna að fá hann til liðs við sig:

Yartsev vill halda áfram

Þjálfari Rússa, Georgy Yartsev, er að vonum dapur í bragði eftir hrakfarirnar á EM en vill þó halda starfi sínu áfram

Viljum spila sóknarbolta

Spánverjar eru að vonum í sárum eftir að hafa verið slegnir út af Portúgölum á EM. Gagnrýnisraddir dúkka nú upp í hverju skúmaskoti og leikmenn landsliðs Spánverja láta þar ekki sitt eftir liggja. Vicente og Joaquin eru þar á meðal og þeir voru ekki sáttir við varnarleikskipulagið hjá Inaki Saez, landsliðsþjálfara.

Benitez biðlar til Gerrard og Owen

Nýráðinn framkvæmdastjóri Liverpool, Rafael Benitez, er kominn til Portúgals til að ræða við Steven Gerrard og Michael Owen og fá þá til að vera um kyrrt í bítlaborginni.

Vandræði á Þjóðverjum

Þjóðverjar eru í stökustu vandræðum þegar að miðvallarleikmönnum kemur. Þrír þeirra, Dietmar Hamann, Bernd Schneider og Bastian Schweinsteiger, misstu allir af síðustu æfingu Þjóðverja.

Samsæriskenningar hjá Ítölum

Taugatitringur er farinn að gera vart við sig fyrir lokaleiki C-riðils sem fram fara í kvöld. Þá mætast annars vegar Danir og Svíar og hins vegar Ítalir og Búlgarar.

Henry opnar markareikninginn

Thierry Henry náði loksins að stimpla sig inn í Evrópukeppnina í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Frakka gegn Svisslendingum. Sigurinn tryggir Frökkum efsta sætið í B-riðli og mun liðið mæta Grikkjum í 8-liða úrslitum.

Sjá næstu 50 fréttir