Sport

Goosen vann Opna bandaríska

Suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk á Shinnecock Hills-vellinum í gær. Goosen hafði betur eftir harða baráttu við Bandaríkjamanninn Phil Mickelson. Goosen fór hringina fjóra á fjórum högggum undir pari, tveimur minna en Mickelson sem fór með möguleika sína á sigri á sautjándu holu sem hann þrípúttaði. Þetta er annars sigur Goosens á Opna bandaríska meistaramótinu en hann vann einnig árið 2001. Mickelson sagði eftir mótið að Goosen væri stórkostlegur kylfingur sem hefði átt sigurinn skilið. "Ég spilaði frábærlega og gaf allt sem ég átti en það var ekki nóg. Retief er frábær kylfingur og er vel að sigrinum kominn," sagði Mickelson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×