Sport

Stoitchkov telur Frakka líklega

Hinn gamalkunni sóknarmaður Búlgara, Hristo Stoitchkov, telur Frakka vera langlíklegast til að sigra EM. Stoitchkov, sem leiddi Búlgara í undanúrslit HM árið 1994, segir Frakka hafa ""reynslu og gæðin sem þarf til að fara alla leið" þrátt fyrir að flestir geti verið sammála um að liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta það sem af er móti. "Nú þegar sterkar þjóðir eins og Ítalía, Spánn og Þýskaland eru dottnar út tel ég Frakka eiga mjög góða möguleika. Kjarni liðsins hefur verið að spila saman síðustu sex ár og það getur á eftir að vega stórt," segir Stoitchkov sem þó spáir síður en svo auðveldum sigri gegn Grikkjum í kvöld. "Frakkar munu fá að svitna".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×