Sport

Garðar til Vals

Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson gerði í gær þriggja ára samning við 1. deildarlið Vals. Garðar, sem hefur leikið allan sinn feril með Skagamönnum en hefur fengið fá tækifæri hjá Ólafi Þórðarsyni, þjálfara liðsins, það sem af er tímabilinu. Garðar, sem er 21 árs gamall, hefur leikið 37 leiki með Skagamönnum í efstu deild og skorað í þeim fimm mörk. Hann tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn á síðasta ári með því að skora sigurmarkið í bikarúrslitaleiknum gegn FH.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×