Sport

UEFA rannsakar ekki leikinn

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sér ekki ástæðu til að rannsaka leik Dana og Svía í Evrópukeppninni í Portúgal sem fram fór í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 2-2, en úrslitin þýða að báðar þjóðirnar fara áfram í átta liða úrslit keppninnar á meðan Ítalir sitja eftir. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins hefur sakað Dani og Svía um hafa samið úrslitin. Knattspyrnusamband Evrópu segir hins vegar ekkert hafa komið fram sem gefi tilefni til rannsóknar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×