Sport

Tíu stiga tap gegn Belgum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut fyrir því belgíska, 88-78, í fyrsta leik af þremur vináttuleikjum liðanna en leikurinn fór fram í Borgnarnesi þar sem nýtt og glæsilegt parkertgólf var vígt. Íslenska liðið hitti mjög illa í  byrjun leiks, aðeins úr fjórum af 22 skotum í fyrsta leikhluta og  það orsakaði að mestu leyti tíu stiga forystu Belga, 23-13, eftir fyrsta leikhluta og suatján stiga forystu, 47-30, í hálfleik. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsins en Belgarnir höfðu samt sem áður alltaf góð tök á leiknum. Minnstur varð munurinn fjögur stig í fjórða leikhluta en nær komst íslenska liðið ekki og því innbyrtu Belgar sigur. Hlynur Bæringsson og Arnar Freyr Jónsson byrjuðu báðir á bekknum en komu mjög sterkir inn í leikinn og voru lykilmenn í viðsnúningi íslenska liðsins í síðari hálfleik. Stigahæstu menn: Arnar Freyr Jónsson 13,  Hlynur Bæringsson 12, Helgi Magnússon 11, Magnús Þór Gunnarsson 10, Páll Axel Vilbergsson 9, Friðrik Stefánsson 8, Fannar Ólafsson 7, Jakob Sigurðarson 4, Páll Kristinsson 2, Sigurður Þorvaldsson 2. Liðin spila á nýjan leik í Keflavík annað kvöld og hefst leikurinn kl. 21.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×