Sport

Liðin skoðuð: KA (8. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar. Atli Sveinn Þórarinsson var upphaflega fenginn frá Svíþjóð til að þétta varnarleikinn hjá KA-mönnum. Hann er hins vegar maður marghamur því auk þess sem hann hefur verið sterkur í vörninni þá er hann markahæsti maður liðsins og má vart sjá markið án þess að skora. KA-menn voru heppnir með markvörð því hinn ungverski Matus er firnasterkur. Það verður seint sagt að það sé mikill glæsibragur á KA-liðinu en þeir eru erfiðir viðureignar og gefast aldrei upp. Þeirra vandamál hefur verið bitlaus sókn og bíða menn eftir því að Jóhann Þórhallsson vakni til lífsins. Tölfræðin samanburður(KA-Mótherjar):Skot 50-68 (-18) Skot á mark 28-39 (-11) Mörk 5-6 (-1) Horn 22-38 (-16) Aukaspyrnur fengnar 95-115 (-20) Gul spjöld 10-13 (-3) Rauð spjöld 1-1 (-) Rangstöður 16-10 (+6) Markaskorarar liðsins: Atli Sveinn Þórarinsson 4 Hreinn Hringsson 1 Stoðsendingar liðsins: Jóhann Þórhallsson 1 Dean Martin 1 Hreinn Hringsson 1 Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson 1 Markvörður liðsins: Sandor Matus Varin skot 31 Mörk á sig 6 Hlutfallsmarkvarsla 84% Leikir haldið hreinu 2 Besta frammistaða leikmanna liðsins í einkunnagjöf DV: Ronni Hartvig 4,20 Haukur Sigurbergsson 4,00 Sandor Matus 4,00 Atli Sveinn Þórarinsson 3,50 Dean Martin 3,50 Jóhann Þórhallsson 3,50 Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson 3,50 Pálmi Rafn Pálmason 3,25 Sigurður Skúli Eyjólfsson 3,00 Steinn Viðar Gunnarsson 2,83 Örn Kató Hauksson 2,83 Elmar Dan Sigþórsson 2,80 Hreinn Hringsson 2,50 Steingrímur Örn Eiðsson 2,50 Kristján Elí Örnólfsson 2,40 Óli Þór Birgisson 2,20 Sjá einnig Víking Sjá einnig Fram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×