Sport

Svíar hafa hreina samvisku

Olof Mellberg, fyrirliði sænska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Ítalir geti einungis sjálfum sér um kennt fyrir að hafa fallið úr leik á EM í fyrradag. 2-2 jafntefli Svía við Danmörku þýddi að Ítalir gátu ekki komist áfram þótt þeir sigruðu Búlgara, sem þeir og gerðu, og hafa verið uppi raddir um að Norðurlandaþjóðirnar hafi ákveðið úrslitin fyrir fram. Mellberg segir það af og frá. "Þessar samsæriskenningar eru bara rugl. Það eru liðin sjálf sem stjórna því hvort þau komast áfram eða ekki. Ítalir gerðu einfaldlega ekki nóg til að fara áfram", segir Mellberg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×