Ekki til b-lið hjá Tékkum 24. júní 2004 00:01 Einn gráhærður eldri maður gat verið manna stoltastur eftir leik Tékka og Þjóðverja í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal. Hinn 64 ára gamli Karel Brückner hafði stýrt Tékkum til sigurs í öllum þremur leikjunum í D(auða)-riðlinum en sá síðasti á Þjóðverjum var kannski sætastur því sex leikmenn léku þar sinn fyrsta leik á mótinu og karlinn hvíldi níu lykilmenn frá því í fyrstu tveimur leikjunum. Tékkneska liðið hefur bæði sýnt skemmtilegan fótbolta (7 mörk í 3 leikjum) sem og mikinn karakter því í öllum þremur leikjunum lentu Tékkar undir en komu til baka og tryggðu sér sigur. "Þetta var vel gert hjá mínum mönnum en það pirraði mig mikið fyrir leikinn að lesa að við værum að tefla fram einhverju b-liði í þessum leik. Tékkneska landsliðið hefur ekkert b-lið frekar en við höfum a-lið. Allir leikmenn í 23 manna leikmannahópi okkar eru hluti af sama liði, liði Tékklands," sagði Karel Brückner en þetta var fyrsti sigur Tékka á Þjóðverjum (fyrir utan leiki sem fóru í vítakeppni) síðan þeir unnu vináttulandsleik þjóðanna 1964. Liðin voru að mætast í 21. sinn og var þetta aðeins fjórði sigur Tékka. "Það var mjög ánægjulegt að vinna þá loksins en það voru fleiri ástæður til að kætast yfir þessum leik," bætti Brückner við og ýjaði að því að hann hefði sýnt og sannað styrk leikmannahópsins. Það eru bara tvö ár síðan þessi viðkunnalegi karl tók við tékkneska landsliðinu á miklum vonbrigðatímum í kjölfar þess að liðinu mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM 2002. Síðan þá hefur Karel Brückner ekki breytt miklu í leikstíl en miklu frekar lagt kapp á að móta sterka liðsheild og nýta bæði eldri og reyndari leikmenn sem og unga framtíðarmenn tékkneskrar knattspyrnu. Karel Brückner hóf sinn þjálfaraferil í nágrannaríkinu Slóvakíu en hann hafði sannað sig sem þjálfari í heimalandinu þegar hann tók við þjálfun yngri landsliða Tékka. Hann stýrði meðal annars 21 árs landsliðinu til silfurverðlauna á Evrópumótinu. Brückner er þekktastur fyrir gott leikskipulag en þegar hann tók við A-landsliðinu breytti hann ekki miklu nema einna helst að taka inn yngri leikmenn sem hann hafði hjálpað að blómstra hjá yngri landsliðinum Tékka. "Það geta allir komið og spilað fyrir mitt lið. Það skiptir engu hvort þeir eru ungir eða gamlir," sagði Brückner, sem hefur búið til skemmtilega blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Það verður ekki litið framhjá Tékkum þegar spáð er fyrir um verðandi Evrópumeistara í Portúgal. Tékkar eru taplausir og hafa unnið 10 af 11 leikjum sínum í keppninni til þessa, þar af þá átta síðustu. Hollendingar hafa verið lagðir tvisvar að velli í þessari sigurhrinu en þeir eru jafnframt þeir einu sem hafa náð stigi af Tékkum í keppninni, liðin gerðu 1-1 jafntefli í Rotterdam 29. mars í fyrra. Vegna frammistöðu Tékka þurftu Hollendingar að fara í umspil til að tryggja sig inn í lokakeppninna eftir að hafa verið í mikilli hættu að sitja eftir í riðlakeppninni þó svo að Tékkar sjálfir hafi síðan gulltryggt þá inn í átta liða úrslitin. Íslenski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Sjá meira
Einn gráhærður eldri maður gat verið manna stoltastur eftir leik Tékka og Þjóðverja í D-riðli Evrópumótsins í Portúgal. Hinn 64 ára gamli Karel Brückner hafði stýrt Tékkum til sigurs í öllum þremur leikjunum í D(auða)-riðlinum en sá síðasti á Þjóðverjum var kannski sætastur því sex leikmenn léku þar sinn fyrsta leik á mótinu og karlinn hvíldi níu lykilmenn frá því í fyrstu tveimur leikjunum. Tékkneska liðið hefur bæði sýnt skemmtilegan fótbolta (7 mörk í 3 leikjum) sem og mikinn karakter því í öllum þremur leikjunum lentu Tékkar undir en komu til baka og tryggðu sér sigur. "Þetta var vel gert hjá mínum mönnum en það pirraði mig mikið fyrir leikinn að lesa að við værum að tefla fram einhverju b-liði í þessum leik. Tékkneska landsliðið hefur ekkert b-lið frekar en við höfum a-lið. Allir leikmenn í 23 manna leikmannahópi okkar eru hluti af sama liði, liði Tékklands," sagði Karel Brückner en þetta var fyrsti sigur Tékka á Þjóðverjum (fyrir utan leiki sem fóru í vítakeppni) síðan þeir unnu vináttulandsleik þjóðanna 1964. Liðin voru að mætast í 21. sinn og var þetta aðeins fjórði sigur Tékka. "Það var mjög ánægjulegt að vinna þá loksins en það voru fleiri ástæður til að kætast yfir þessum leik," bætti Brückner við og ýjaði að því að hann hefði sýnt og sannað styrk leikmannahópsins. Það eru bara tvö ár síðan þessi viðkunnalegi karl tók við tékkneska landsliðinu á miklum vonbrigðatímum í kjölfar þess að liðinu mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM 2002. Síðan þá hefur Karel Brückner ekki breytt miklu í leikstíl en miklu frekar lagt kapp á að móta sterka liðsheild og nýta bæði eldri og reyndari leikmenn sem og unga framtíðarmenn tékkneskrar knattspyrnu. Karel Brückner hóf sinn þjálfaraferil í nágrannaríkinu Slóvakíu en hann hafði sannað sig sem þjálfari í heimalandinu þegar hann tók við þjálfun yngri landsliða Tékka. Hann stýrði meðal annars 21 árs landsliðinu til silfurverðlauna á Evrópumótinu. Brückner er þekktastur fyrir gott leikskipulag en þegar hann tók við A-landsliðinu breytti hann ekki miklu nema einna helst að taka inn yngri leikmenn sem hann hafði hjálpað að blómstra hjá yngri landsliðinum Tékka. "Það geta allir komið og spilað fyrir mitt lið. Það skiptir engu hvort þeir eru ungir eða gamlir," sagði Brückner, sem hefur búið til skemmtilega blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Það verður ekki litið framhjá Tékkum þegar spáð er fyrir um verðandi Evrópumeistara í Portúgal. Tékkar eru taplausir og hafa unnið 10 af 11 leikjum sínum í keppninni til þessa, þar af þá átta síðustu. Hollendingar hafa verið lagðir tvisvar að velli í þessari sigurhrinu en þeir eru jafnframt þeir einu sem hafa náð stigi af Tékkum í keppninni, liðin gerðu 1-1 jafntefli í Rotterdam 29. mars í fyrra. Vegna frammistöðu Tékka þurftu Hollendingar að fara í umspil til að tryggja sig inn í lokakeppninna eftir að hafa verið í mikilli hættu að sitja eftir í riðlakeppninni þó svo að Tékkar sjálfir hafi síðan gulltryggt þá inn í átta liða úrslitin.
Íslenski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti