Sport

Liðin skoðuð: FH (5. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. FH-ingar eru í 5. sæti deildarinnar. FH-ingar hafa ekki náð að fylgja eftir góðu gengi frá því í fyrra. Þeir eiga reyndar enn eftir að fá Allan Borgvardt, sem hefur verið meiddur, inn en sóknarleikur liðsins hefur ekki verið jafnbeittur og í fyrra. Liðið byrjaði mjög vel með sigri á KR-ingum í fyrstu umferð og hafa skal í huga að þeir eru búnir með þrjá erfiðustu útivelli landsins, KR-völl, Árbæjarvöll og Akranesvöll. Ef menn vilja vera jákvæðir þá hafa FH-ingar aðeins tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum en þeir neikvæðu benda á að liðið hefur aðeins unnið tvo leiki. Tölfræðin samanburður(FH-Mótherjar):Skot 71-60 (+11) Skot á mark 24-33 (-9) Mörk 7-6 (+1) Horn 30-34 (-4) Aukaspyrnur fengnar 86-94 (-8) Gul spjöld 13-7 (+6) Rauð spjöld 1-1 (-) Rangstöður 11-10 (+1) Markaskorarar liðsins: Ármann Smári Björnsson 2 Tommy Nielsen 2 Atli Viðar Björnsson 1 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 1 Guðmundur Sævarsson 1 Stoðsendingar liðsins: Emil Hallfreðsson 1 Freyr Bjarnason 1 Guðmundur Sævarsson 1 Jón Þorgrímur Stefánsson 1 Jónas Grani Garðarsson 1 Víðir Leifsson 1 Markvörður liðsins: Daði Lárusson Varin skot 26 Mörk á sig 6 Hlutfallsmarkvarsla 81% Leikir haldið hreinu 1 Besta frammistaða leikmanna liðsins í einkunnagjöf DV: Daði Lárusson 3,50 Freyr Bjarnason 3,33 Sverrir Garðarsson 3,33 Tommy Nielsen 3,33 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 3,20 Heimir Guðjónsson 3,20 Guðmundur Sævarsson 2,75 Baldur Bett 2,67 Heimir Snær Guðmundsson 2,67 Atli Viðar Björnsson 2,50 Jón Þorgrímur Stefánsson 2,33 Allan Borgvardt 2,00 Emil Hallfreðsson 2,00 Víðir Leifsson 2,00 Ármann Smári Björnsson 1,75 Simon Karkov 1,60 Sjá einnig Víking Sjá einnig Fram Sjá einnig KA Sjá einnig Grindavík Sjá einnig KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×