Sport

Liðin skoðuð: Keflavík (2. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Keflvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar. Fyrir utan Fylkismenn er ekkert lið sem hefur sýnt vott af stöðugleika. Keflvíkingar byrjuðu tímabilið frábærlega, spiluðu mjög skemmtilega sóknarknattspyrnu sem önnur lið réðu ekkert við og tóku Íslandsmeistara KR eftirminnilega í bakaríið í 2. umferð. Eftir það hefur botninn dottið úr leik liðsins, hinn lipri samleikur liðsins er horfinn og stórtap í Eyjum hringir viðvörunarbjöllum um að ekki sé allt með felldu í Reykjanesbæ. Tölfræðin samanburður (Keflavík-Mótherjar):Skot 60-82 (-22) Skot á mark 30-33 (-33) Mörk 7-9 (-2) Horn 37-28 (+9) Aukaspyrnur fengnar 99-74 (+25) Gul spjöld 6-10 (-4) Rauð spjöld 0-1(-1) Rangstöður 9-14 (-5) Markaskorarar liðsins: Hólmar Örn Rúnarsson 1 Hörður Sveinsson 1 Jónas Guðni Sævarsson 1 Scott Ramsey 1 Stefán Gíslason 1 Þórarinn Kristjánsson 1 sjálfsmark mótherja 1 Stoðsendingar liðsins: Magnús Sverrir Þorsteinsson 2 Haraldur Guðmundsson 2 Zoran Daníel Ljubicic 1 Markvörður liðsins: Ólafur Gottskálksson Varin skot 24 Mörk á sig 8 Hlutfallsmarkvarsla 75% Leikir haldið hreinu 1 Markvörður liðsins: Magnús Þormar Varin skot 2 Mörk á sig 1 Hlutfallsmarkvarsla 67% Leikir haldið hreinu 0 Besta frammistaða leikmanna liðsins í einkunnagjöf DV: Haraldur Guðmundsson 3,67 Stefán Gíslason 3,50 Hólmar Örn Rúnarsson 3,33 Jónas Sævarsson 3,17 Ingi Rafn Guðmundsson 3,00 Guðjón Antoníusson 3,00 Ólafur Gottskálksson 3,00 Scott Ramsey 3,00 Streten Djurovic 3,00 Magnús Þorsteinsson 2,67 Ólafur Ívar Jónsson 2,67 Zoran Daníel Ljubicic 2,67 Þórarinn Kristjánsson 2,67 Hörður Sveinsson 2,33 Sjá einnig Víking Sjá einnig Fram Sjá einnig KA Sjá einnig Grindavík Sjá einnig KR Sjá einnig FH Sjá einnig ÍA Sjá einnig ÍBV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×