Gummi Ben finnur skotskóna á ný 22. júní 2004 00:01 Guðmundur Benediktsson innsiglaði sigur KR á Fram með tveimur mörkum á síðustu þremur mínútum leiksins. Líklega hefur tvenna aldrei verið skoruð eins seint og þessi en þetta var rétt fyrir ellefu um kvöldið. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá KR-ingum á heimavelli sínum í Frostaskjólinu og hann kom þeim alla leið upp í annað sæti deildarinnar. Það voru þó örugglega mörkin hans Guðmundar sem glöddu stuðningsmenn KR-liðsins einna mest þegar þeir lögðu af stað heim á leið í fyrrakvöld. Guðmundur kom inn á sem varamaður á 67. mínútu leiksins, 20 mínútum síðar stal hann boltanum af Gunnari Sigurðssyni, markverði Fram, og skoraði laglega og þremur mínútum síðar skallaði hann glæsilega inn fyrirgjöf Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, annars varamanns í liði KR. Guðmundur skoraði reyndar tvö mörk í bikarsigri á Víði í Garðinum á dögunum en hann var búinn að bíða í þrjú ár síðan hann var síðast á skotskónum í deildinni. Guðmundur skoraði aðeins eitt mark í 11 leikjum sumarið 2001 og ekkert mark í 14 leikjum sumarið 2002. Guðmundur spilaði síðan ekkert með KR-liðinu í fyrra og var markalaus í fimm fyrstu deildarleikjum sínum í sumar. Síðasta mark sem Guðmundur hafði skorað fyrir KR í deildinni kom úr vítaspyrnu gegn Breiðabliki 28. júní 2001 en hann hafði ekki skorað mark utan af velli síðan gegn Blikum 8. ágúst sumarið áður. Það voru því komnir 25 leikir og 897 mínútur síðan hann skoraði fyrir KR í deildinni og 36 leikir og 1.878 mínútur síðan hann skoraði mark utan af velli, það er mark sem er ekki úr vítaspyrnu. Það er ekki nóg með að Guðmundur endaði markaþurrð sína með KR því hann náði að skora tímamótamark á KR-vellinum, þar sem hann hefur skorað flest marka sinna fyrir vesturbæjarliðið. Seinna mark Guðmundar var nefnilega það 40. sem hann skorar fyrir félagið og er hann fimmti leikmaðurinn sem nær að skora 40 mörk í efstu deild fyrir vesturbæjarliðið. Nú er bara spurning hvort þessi leiktími henti Guðmundi betur og KR-ingar færi leikina sína aftur til níu eða hvort mörkin tvö í fyrrakvöld hafi brotið stífluna og Guðmundur komi til með að raða inn mörkum það sem eftir er sumarsins. Löng bið Guðmundar eftir deildarmarki* Leikir síðan hann skoraði: 25 Mínútur síðan hann skoraði: 897 Leikir síðan hann skoraði utan af velli: 36 Mínútur síðan hann skoraði utan af velli: 1.828 * Á við mörk í deildinni Ferill Guðmundar með KR í deildinni:2004 6 leikir / 2 mörk 2003 lék ekki vegna meiðsla 2002 14 leikir / 0 mörk 2001 11 leikir / 1 mark 2000 16 leikir / 5 mörk 1999 18 leikir / 9 mörk 1998 18 leikir / 7 mörk 1997 11 leikir / 3 mörk 1996 14 leikir / 9 mörk 1995 14 leikir / 4 mörk Samtals 122 leikir / 40 mörk Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Sjá meira
Guðmundur Benediktsson innsiglaði sigur KR á Fram með tveimur mörkum á síðustu þremur mínútum leiksins. Líklega hefur tvenna aldrei verið skoruð eins seint og þessi en þetta var rétt fyrir ellefu um kvöldið. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá KR-ingum á heimavelli sínum í Frostaskjólinu og hann kom þeim alla leið upp í annað sæti deildarinnar. Það voru þó örugglega mörkin hans Guðmundar sem glöddu stuðningsmenn KR-liðsins einna mest þegar þeir lögðu af stað heim á leið í fyrrakvöld. Guðmundur kom inn á sem varamaður á 67. mínútu leiksins, 20 mínútum síðar stal hann boltanum af Gunnari Sigurðssyni, markverði Fram, og skoraði laglega og þremur mínútum síðar skallaði hann glæsilega inn fyrirgjöf Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, annars varamanns í liði KR. Guðmundur skoraði reyndar tvö mörk í bikarsigri á Víði í Garðinum á dögunum en hann var búinn að bíða í þrjú ár síðan hann var síðast á skotskónum í deildinni. Guðmundur skoraði aðeins eitt mark í 11 leikjum sumarið 2001 og ekkert mark í 14 leikjum sumarið 2002. Guðmundur spilaði síðan ekkert með KR-liðinu í fyrra og var markalaus í fimm fyrstu deildarleikjum sínum í sumar. Síðasta mark sem Guðmundur hafði skorað fyrir KR í deildinni kom úr vítaspyrnu gegn Breiðabliki 28. júní 2001 en hann hafði ekki skorað mark utan af velli síðan gegn Blikum 8. ágúst sumarið áður. Það voru því komnir 25 leikir og 897 mínútur síðan hann skoraði fyrir KR í deildinni og 36 leikir og 1.878 mínútur síðan hann skoraði mark utan af velli, það er mark sem er ekki úr vítaspyrnu. Það er ekki nóg með að Guðmundur endaði markaþurrð sína með KR því hann náði að skora tímamótamark á KR-vellinum, þar sem hann hefur skorað flest marka sinna fyrir vesturbæjarliðið. Seinna mark Guðmundar var nefnilega það 40. sem hann skorar fyrir félagið og er hann fimmti leikmaðurinn sem nær að skora 40 mörk í efstu deild fyrir vesturbæjarliðið. Nú er bara spurning hvort þessi leiktími henti Guðmundi betur og KR-ingar færi leikina sína aftur til níu eða hvort mörkin tvö í fyrrakvöld hafi brotið stífluna og Guðmundur komi til með að raða inn mörkum það sem eftir er sumarsins. Löng bið Guðmundar eftir deildarmarki* Leikir síðan hann skoraði: 25 Mínútur síðan hann skoraði: 897 Leikir síðan hann skoraði utan af velli: 36 Mínútur síðan hann skoraði utan af velli: 1.828 * Á við mörk í deildinni Ferill Guðmundar með KR í deildinni:2004 6 leikir / 2 mörk 2003 lék ekki vegna meiðsla 2002 14 leikir / 0 mörk 2001 11 leikir / 1 mark 2000 16 leikir / 5 mörk 1999 18 leikir / 9 mörk 1998 18 leikir / 7 mörk 1997 11 leikir / 3 mörk 1996 14 leikir / 9 mörk 1995 14 leikir / 4 mörk Samtals 122 leikir / 40 mörk
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Sjá meira