Sport

Vandræði á Þjóðverjum

Þjóðverjar eru í stökustu vandræðum þegar að miðvallarleikmönnum kemur. Þrír þeirra, Dietmar Hamann, Bernd Schneider og Bastian Schweinsteiger, misstu allir af síðustu æfingu Þjóðverja. Þeir mæta Tékkum á miðvikudaginn og þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir sér áfram úr riðlinum, nema Lettar og Hollendingar geri jafntefli, en þá dugar Þjóðverjum jafntefli. Þessi meiðslatíðindi eru slæm fyrir þá því liðið hefur ekki þótt leika mjög sannfærandi á EM og seint verða Þjóðverjar sakaðir um að spila skemmtilegan bolta. Aðstoðarþjálfari þeirra, Michael Skibbe, var þó bjartsýnn og hafði þetta að segja um ástandið: "Þótt hlutirnir líti ekki vel út þessa stundina hef ég þó á tilfinningunni að þessir þrír muni jafna sig í tæka tíð."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×