Sport

Liðin skoðuð: ÍBV (3. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Eyjamenn eru í 3. sæti deildarinnar. Eyjamenn hafa komið skemmtilega á óvart í sumar og kastað hinni hundleiðinlegu knattspyrnu sem einkenndi liðið í fyrra fyrir róða. Framherjarnir Gunnar Heiðar og Magnús Már hafa náð vel saman og ef Ian Jeffs gæti klárað heilan leik án þess að fá rautt spjald þá eru þeir til alls líklegir í sumar. Tölfræðin samanburður (ÍBV-Mótherjar):Skot 80-72 (+8) Skot á mark 45-31 (+14) Mörk 10-6 (+4) Horn 40-36 (+4) Aukaspyrnur fengnar 106-97 (+9) Gul spjöld 14-11 (+3) Rauð spjöld 3-1(+2) Rangstöður 16-12 (+4) Markaskorarar liðsins: Gunnar Heiðar Þorvaldsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 3 Einar Þór Daníelsson 1 sjálfsmark mótherja 1 Stoðsendingar liðsins: Atli Jóhannsson 1 Bjarni Geir Viðarsson 1 Bjarnólfur Lárusson 1 Einar Þór Daníelsson 1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 1 Ian Jeffs 1 Magnús Már Lúðvíksson 1 Tryggvi Bjarnason 1 Markvörður liðsins: Birkir Kristinsson Varin skot 23 Mörk á sig 6 Hlutfallsmarkvarsla 79% Leikir haldið hreinu 2 Besta frammistaða leikmanna liðsins í einkunnagjöf DV: Birkir Kristinsson 4,00 Einar Þór Daníelsson 3,75 Bjarnólfur Lárusson 3,67 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 3,67 Andri Ólafsson 3,50 Einar Hlöðver Sigurðsson 3,50 Atli Jóhannsson 3,40 Magnús Már Lúðvíksson 3,33 Mark Schulte 3,33 Matt Garner 3,17 Bjarni Geir Viðarsson 3,00 Ian Jeffs 3,00 Tryggvi Bjarnason 3,00 Jón Skaftason 2,80 Pétur Runólfsson 2,50 Sjá einnig Víking Sjá einnig Fram Sjá einnig KA Sjá einnig Grindavík Sjá einnig KR Sjá einnig FH Sjá einnig ÍA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×