Sport

Saez ætlar ekki að gefast upp

Þjálfari spænska landsliðsins í knattspyrnu, Inaki Saez sem er 61 árs, ætlar ekki að hætta með liðið þrátt fyrir slælegt gengi - nánast hrakfarir - á EM í Portúgal. Hann gerði tveggja ára samning við spænska knattspyrnusambandið rétt fyrir EM og hefur í hyggju að virða þann samning. Einhverra hluta vegna virðist spænska knattspyrnusambandið vera á sama máli. Inaki Saez tók við stjórn spænska landsliðsins í júlí 2002 og hefur á þeim tíma stjórnað liðinu í 23 leikjum. Af þeim hafa reyndar aðeins tapast tveir en það gefur þó varla rétta mynd af stöðu liðsins. Vissulega er enginn hörgull á góðum spænskum knattspyrnumönnum en þegar komið er á stórmót eru þeir með allt lóðrétt niður um sig. Vandséð er að Inaki Saez geti gert eitthvað í því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×