Sport

Frei kærður fyrir að hrækja

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur kært svissneska sóknarmanninn Alexander Frei fyrir að hrækja á Steve Gerrard, leikmann Englendinga, í leik liðanna á fimmtudaginn í síðustu viku. Aganefndin hafði hreinsað Frei af öllum áburði um meinta hráku á laugardaginn vegna ónægra sönnunargagna en í gær kom svissneska sjónvarpsstöðin SF DRS, sem er greinilega ekki í eigu föðurlandsvina, fram með nýjar myndir þar sem sést greinilega að Frei hrækti á Gerrard. Aganefndin hefur farið fram á að Frei verði í banni í leiknum gegn Frökkum í kvöld þar til annað verður ákveðið. Frei hefur allan tímann lýst yfir sakleysi og þótt hann segist sjálfur ekki vera neinn engill þá sé hann ekki maður sem hræki á andstæðinga sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×