Sport

Liðin skoðuð: KR (6. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. KR-ingar eru í 6. sæti deildarinnar. Það hefur ekki verið mikill meistarabragur á KR-ingum það sem af er tímabilinu. Varkárni hefur verið boðorð dagsins í Vesturbænum og það veit ekki á gott þegar KR er farið að fagna jafntefli í Grindavík þar sem liðið hefur unnið undanfarin sex ár. Sóknarleikur liðsins er afskaplega tilviljunarkenndur og það læðist að manni sá grunur að Veigar Páll Gunnarsson hafi gegnt stærra hlutverki í sóknarleik liðsins heldur en margir vildu vera að láta. Lykilmenn hafa ekki verið í formi og það þarf margt að breytast til að KR geti blandað sér í baráttuna um titilinn – sem dæmi má nefna að spila örlítinn sóknarleik svona til tilbreytingar. Tölfræðin samanburður(KR-Mótherjar):Skot 55-61 (-6) Skot á mark 23-28 (-5) Mörk 6-7 (-1) Horn 16-29 (-13) Aukaspyrnur fengnar 89-106 (-15) Gul spjöld 11-11 (-) Rauð spjöld 0-2 (-2) Rangstöður 20-31 (-11) Markaskorarar liðsins: Arnar Gunnlaugsson 3 Ágúst Þór Gylfason 1 Arnar Jón Sigurgeirsson 1 Kristinn Hafliðason 1 Stoðsendingar liðsins: Kjartan Henry Finnbogason 2 Arnar Gunnlaugsson 1 Markvörður liðsins: Kristján Finnbogason Varin skot 17 Mörk á sig 7 Hlutfallsmarkvarsla 71% Leikir haldið hreinu 2 Besta frammistaða leikmanna liðsins í einkunnagjöf DV: Kjartan Henry Finnbogason 4,00 Kristján Örn Sigurðsson 3,83 Bjarni Þorsteinsson 3,17 Kristján Finnbogason 3,17 Ágúst Gylfason 3,00 Kristinn Hafliðason 2,83 Guðmundur Benediktsson 2,75 Petr Podzemsky 2,75 Kristinn Magnússon 2,60 Arnar Gunnlaugsson 2,50 Arnar Jón Sigurgeirsson 2,33 Gunnar Einarsson 2,20 Jökull Elísarbetarson 2,20 Sigmundur Kristjánsson 2,00 Sölvi Davíðsson 1,75 Sjá einnig Víking Sjá einnig Fram Sjá einnig KA Sjá einnig Grindavík  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×