Sport

Moyes reiður út í Eriksson

Framkvæmdastjóri Everton, David Moyes, er ekki sáttur við ummæli Sven Göran Eriksson, þjálfara Englendinga, þess efnis að hann væri tilbúinn að hringja í umboðsmann Wayne Rooney væri hann þjálfari einhvers félagsliðs og reyna að fá hann til liðs við sig: "Ég geri fastlega ráð fyrir því að Sven Göran viti að það er ólöglegt að hafa samband við umboðsmann samningsbundins leikmanns áður en haft er samband við félag viðkomandi leikmanns," sagði Moyes fúll en viðurkenndi að þótt Everton vildi helst af öllu halda Rooney yrði erfitt að hafna risaboði í hann: "Ef einhver býður í kringum 50 milljónir punda í Rooney verður augljóslega erfitt að hafna því," sagði David Moyes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×