Sport

Tekur Gerrard fagnandi

Jose Mourinho, hinn nýráðni knattspyrnustjóri hjá Chelsea, kveðst munu taka fagnandi á móti Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, taki hann þá ákvörðun um að ganga til liðs við Chelsea. "Ef hann kemur þá myndi ég bjóða hann velkominn með opnum örmum. Ef hann kemur ekki, þá mun ég samt dást að honum með Liverpool", segir Mourinho, en Steven Gerrard hefur talað opinberlega um óánægju sína með slakan árangur Liverpool undanfarin ár. Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, hefur einnig sagt að félagið muni bjóða í Gerrard ef hann verður fáanlegur. Ef svo færi þyrftu Chelsea að splæsa út fjóra milljarða að lágmarki. "Gerrard er einn af þeim bestu og við myndum verða mjög áhugasamir ef Liverpool ákveða að selja hann. Hann hefur náð vel saman við Frank Lampard með miðju enska landsliðsins og myndi styrkja liðið mikið", segir Kenyon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×