Sport

Henry opnar markareikninginn

Thierry Henry náði loksins að stimpla sig inn í Evrópukeppnina í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Frakka gegn Svisslendingum. Sigurinn tryggir Frökkum efsta sætið í B-riðli og mun liðið mæta Grikkjum í 8-liða úrslitum. Fyrirfram var búist við því að það yrði aðeins formsatriði fyrir Frakka að ljúka þessum leik. Annað kom á daginn og veittu Svisslendingar Evrópumeisturunum verðuga mótspyrnu, greinilega staðráðnir í því að falla úr keppni með sæmd. Zinedine Zidane kom Frökkum yfir á 20. mínútu með sínu þriðja marki á EM, en framherjinn Johann Vonlanthen náði óvænt að jafna metin á 26. mínútu fyrir Sviss. Vonlanthen er aðeins 18 ára og 141 dags gamall og varð með markinu yngsti markaskorari í sögu EM. Eftir þetta sóttu Frakkar stíft undir dyggri forystu fyrirliða síns Zidane, sem átti enn einn stórleikinn. Leikmenn Sviss vörðust hinsvegar vel og aftarlega, og gáfu fá færi á sér. Eftir því sem á leið jókst pressan og fengu Frakkar fjölmörg dauðafæri sem ekki náði að nýtast. Á 76. mínútu náði síðan Henry loks að brjóta ísinn, og var það Louis Saha sem lagði upp markið aðeins einni mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Henry bætti við öðru marki tæpum tíu mínútum síðar og var þar með efsta sætið í riðlinum tryggt. Það var gott að ná að skora loksins. Ég, eins og liðið í heild, höfum verið gagnrýndir það sem af er móti og stundum hefur sú gagnrýni haft rétt á sér. Það sem öllu máli skiptir er að við enduðum á toppi riðilsins. Ég vill alls ekki gera lítið úr Grikkjum sem verða án efa mjög erfiðir viðureignar, en það er gott að sleppa við að mæta Portúgal," sagði Thierry Henry að leiknum loknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×