Sport

Lizarazu ekki endilega til Spurs

Franski varnarmaðurinn Bixente Lizarazu segist alls ekki vera búinn að ákveða að fara til Tottenham eins og komið hefur fram í nokkrum fjölmiðlum ytra. Hinn 34 ára gamli vinstri bakvörður, sem verður samningslaus í sumar, segist ætla að halda öllum sínum möguleikum opnum og ekki ætla að taka neina ákvörðun fyrr en eftir EM. "Mér líkar mjög vel við enska knattspyrnu en ég er til í allt. En það eina sem kemst að núna er að standa sig með Frakklandi á EM, og eftir mótið mun ég taka ákvörðun varðandi framtíð mína" , sagði Lizarazu í Portúgal í gær, en vitað er af áhuga fjölmargra liða á þessum reynslumikla leikmanni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×