Hetjan hanskalausa 24. júní 2004 00:01 Markvörður Portúgala, Ricardo, tryggði sæti í undanúrslitum EM. Portúgalar lögðu Englendinga að velli eftir vítaspyrnukeppni. Jafnt var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Óhætt er að segja að Englendingar hafi fengið sannkallaða óskabyrjun í leiknum því eftir aðeins þriggja mínútna leik skoraði Michael Owen og var það mark glæsilegt. Owen var eldsnöggur að átta sig, eftir langt útspark hjá David James, og varnarmistök heimamanna, og sýndi snilli sína loksins en drengurinn hefur verið týndur og tröllum gefinn á EM. Eftir þetta kom smá spennufall en þó var fyrri hálfleikur í það heila fjörlegur. Til að mynda fengu Portúgalar fjórar aukaspyrnur rétt fyrir utan vítateig Englendinga en Luis Figo var svo sannarlega ekki á skotskónum - hann tók allar fjórar spyrnurnar en hitti aldrei á markið. Englendingar urðu fyrir miklu áfalli á 27. mínútu en þá meiddist gullkálfurinn með góða geðslagið, Wayne Rooney, og er jafnvel óttast að hann sé ristarbrotinn. Darius Vassell fékk það erfiða hlutverk að fylla skarð Rooneys. Í síðari hálfleik voru Portúgalir meira með boltann og reyndu hvað þeir gátu til að ná upp öflugri pressu - það gekk heldur brösuglega því Englendingar voru skipulagðir og vörðust og börðust vel. Enda náðu þeir hættulegum skyndisóknum en varð ekki ágengt. Á 75. mínútu var fyrirliði Portúgala, Luis Figo, tekinn af velli en í hans stað kom Helder Postiga, leikmaður Tottenham Hotspur. Skiptingin vakti ekki mikla kátinu hjá Figo sem fór út af á hliðarlínunni og var greinilega öskureiður. Þessi skipting átti þó eftir að borga því aðeins átta mínútum síðar jafnaði Postiga metin með glæsilegu skallamarki eftir frábæra fyrirgjöf Simao Sabrosa og allt varð hreinlega vitlaust á Ljósuvöllum. Mark var dæmt af Englendingum á 90. mínútu en þá skallaði Sol Campbell boltann í netið af örstuttu færi en John Terry braut hins vegar á markverði Portúgala um leið. Framlenging var því staðreynd. Portúgalar sóttu af krafti allir sem einn strax í fyrri hluta framlengingarinnar en Englendingar voru áfram sterkir og eldfljótir í skyndiáhlaupin. Í síðari hlutanum var svipað upp á teningnum eða alveg þangað til Rui Costa skoraði nánast upp úr þurru með stórkostlegu skoti á 110. mínútu, sláin inn, algjörlega óverjandi fyrir David James. Englendingar voru ekki á að hætta og fimm mínútum síðar jafnaði Frank Lampard metin. Eftir hornspyrnu Davids Beckham skallaði John Terry knöttinn til Lampards sem var einn og yfirgefinn alveg upp við mark Portúgala og átti ekki í erfiðleikum með að skora. Áfram hélt spennan og sótt var á báða bóga í blálokin en vítaspyrnukeppni var óumflýjanleg. Sú keppni fór í bráðabana þar sem markvörðurinn Ricardo stal senunni. Berhentur varði hann víti frá Dariusi Vassell og gerði sér síðan lítið fyrir og tók næstu spyrnu og skoraði úr henni af öryggi og tryggði þar með Portúgölum sæti í undanúrslitum. Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Markvörður Portúgala, Ricardo, tryggði sæti í undanúrslitum EM. Portúgalar lögðu Englendinga að velli eftir vítaspyrnukeppni. Jafnt var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Óhætt er að segja að Englendingar hafi fengið sannkallaða óskabyrjun í leiknum því eftir aðeins þriggja mínútna leik skoraði Michael Owen og var það mark glæsilegt. Owen var eldsnöggur að átta sig, eftir langt útspark hjá David James, og varnarmistök heimamanna, og sýndi snilli sína loksins en drengurinn hefur verið týndur og tröllum gefinn á EM. Eftir þetta kom smá spennufall en þó var fyrri hálfleikur í það heila fjörlegur. Til að mynda fengu Portúgalar fjórar aukaspyrnur rétt fyrir utan vítateig Englendinga en Luis Figo var svo sannarlega ekki á skotskónum - hann tók allar fjórar spyrnurnar en hitti aldrei á markið. Englendingar urðu fyrir miklu áfalli á 27. mínútu en þá meiddist gullkálfurinn með góða geðslagið, Wayne Rooney, og er jafnvel óttast að hann sé ristarbrotinn. Darius Vassell fékk það erfiða hlutverk að fylla skarð Rooneys. Í síðari hálfleik voru Portúgalir meira með boltann og reyndu hvað þeir gátu til að ná upp öflugri pressu - það gekk heldur brösuglega því Englendingar voru skipulagðir og vörðust og börðust vel. Enda náðu þeir hættulegum skyndisóknum en varð ekki ágengt. Á 75. mínútu var fyrirliði Portúgala, Luis Figo, tekinn af velli en í hans stað kom Helder Postiga, leikmaður Tottenham Hotspur. Skiptingin vakti ekki mikla kátinu hjá Figo sem fór út af á hliðarlínunni og var greinilega öskureiður. Þessi skipting átti þó eftir að borga því aðeins átta mínútum síðar jafnaði Postiga metin með glæsilegu skallamarki eftir frábæra fyrirgjöf Simao Sabrosa og allt varð hreinlega vitlaust á Ljósuvöllum. Mark var dæmt af Englendingum á 90. mínútu en þá skallaði Sol Campbell boltann í netið af örstuttu færi en John Terry braut hins vegar á markverði Portúgala um leið. Framlenging var því staðreynd. Portúgalar sóttu af krafti allir sem einn strax í fyrri hluta framlengingarinnar en Englendingar voru áfram sterkir og eldfljótir í skyndiáhlaupin. Í síðari hlutanum var svipað upp á teningnum eða alveg þangað til Rui Costa skoraði nánast upp úr þurru með stórkostlegu skoti á 110. mínútu, sláin inn, algjörlega óverjandi fyrir David James. Englendingar voru ekki á að hætta og fimm mínútum síðar jafnaði Frank Lampard metin. Eftir hornspyrnu Davids Beckham skallaði John Terry knöttinn til Lampards sem var einn og yfirgefinn alveg upp við mark Portúgala og átti ekki í erfiðleikum með að skora. Áfram hélt spennan og sótt var á báða bóga í blálokin en vítaspyrnukeppni var óumflýjanleg. Sú keppni fór í bráðabana þar sem markvörðurinn Ricardo stal senunni. Berhentur varði hann víti frá Dariusi Vassell og gerði sér síðan lítið fyrir og tók næstu spyrnu og skoraði úr henni af öryggi og tryggði þar með Portúgölum sæti í undanúrslitum.
Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira