Sport

Liðin skoðuð: Fram (9. sæti)

Þegar þriðjungur er búinn af Landsbankadeild karla í knattspyrnu er full ástæða til þess að skoða nánar frammistöðu liðanna til þessa á mótinu. Á Vísi í dag má finna úttekt á hverju liði fyrir sig og kemur nýtt lið inn á hálftíma fresti. Framarar eru í 9. sæti deildarinnar. Fyrsti leikur Framara gaf fyrirheit um gott tímabil. Þeir rúlluðu yfir Víkinga og riðu hreinlega húsum á löngum köflum í þeim leik. Eftir það hafa leikmenn liðsins hins vegar flestir lagt upp laupana, liðið er komið í fallsæti og hinn geðþekki Rúmeni, Geolgau, á mikið verk fyrir höndum. Tölfræðin samanburður(Fram-Mótherjar):Skot 72-75 (-3) Skot á mark 28-34 (-6) Mörk 7-8 (-1) Horn 23-31 (-8) Aukaspyrnur fengnar 105-93 (+12) Gul spjöld 13-7 (+6) Rauð spjöld 2-2 (-) Rangstöður 13-17 (-4) Markaskorarar liðsins: Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 2 Ríkharður Daðason 2 Andri Fannar Ottósson 2 Fróði Benjaminsen 1 Stoðsendingar liðsins: Ríkharður Daðason 3 Ragnar Árnason 1 Ómar Hákonarson 1 Markvörður liðsins: Gunnar Sigurðsson Varin skot 15 Mörk á sig 4 Hlutfallsmarkvarsla 79% Leikir haldið hreinu 1 Markvörður liðsins: Tómas Ingason Varin skot 5 Mörk á sig 4 Hlutfallsmarkvarsla 56% Leikir haldið hreinu 0 Besta frammistaða leikmanna liðsins í einkunnagjöf DV: Ríkharður Daðason 3,83 Eggert Stefánsson 3,33 Tómas Ingason 3,00 Andrés Jónsson 2,83 Ingvar Ólason 2,83 Ragnar Árnason 2,83 Andri Fannar Ottósson 2,80 Gunnar Sigurðsson 2,80 Andri Steinn Birgisson 2,67 Fróði Benjaminsen 2,67 Ómar Hákonarson 2,60 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 2,50 Hans Fróði Hansen 2,33 Heiðar Geir Júlíusson 2,33 Daði Guðmundsson 2,00 Viðar Guðjónsson 1,50 Baldur Þór Bjarnason 1,00 Kristján Brooks 1,00 Sjá einnig Víking



Fleiri fréttir

Sjá meira


×