Sport

Yartsev vill halda áfram

Þjálfari Rússa, Georgy Yartsev, er að vonum dapur í bragði eftir hrakfarirnar á EM en vill þó halda starfi sínu áfram "Markmið okkar fyrir keppnina var að komast í það minnsta áfram úr riðlinum. Það tókst ekki og árangurinn er því augljóslega mikil vonbrigði." Það eina jákvæða fyrir Rússana á EM var sigur þeirra á Grikkjum en hann var sá fyrsti í lokakeppni EM síðan í Svíþjóð fyrir tólf árum: "Við lékum vel í þeim leik, sérstaklega þegar haft er í huga að nokkra öfluga leikmenn vantaði í hópinn." Um framtíð sína í starfi hafði Yartsev þetta að segja: "Forráðamenn rússneska knattspyrnusambandsins ráða henni en ég vil gjarnan halda áfram með liðið".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×