Fleiri fréttir

Rúmlega 300 látnir og óttast um fleiri

Fyrstu myndirnar eru nú teknar að berast frá Mentawai eyjunum í Indónesíu sem urðu fyrir flóðbylgju á mánudaginn var og sýna þær gríðarlega eyðileggingu.

Borgaði 300 milljónir fyrir Bond-bílinn

Bandarískur bílaáhugamaður borgaði í gær 2,6 milljónir bandaríkjadala, eða tæpar 300 milljónir íslenskra króna fyrir Aston Martin DB5 bílinn sem njósnari hennar hátignar, James Bond, þeyttist um á í fyrstu myndum sínum.

Aparnir hnerra í rigningunni

Vísindamenn á ferð um frumskóga Búrma hafa uppgötvað nýja apategund í norðurhluta landsins. Heimamenn hafa reyndar vitað af öpunum lengi, og því sérkennilega einkenni þeirra að hnerra þegar rignir.

Eftirlaunafrumvarp samþykkt

Franska þingið samþykkti í gær frumvarpið umdeilda sem felur í sér hækkun eftirlaunaaldurs í Frakklandi um tvö ár. Nánast stanslaus mótmæli gegn frumvarpinu vikum saman hafa sett þjóðlíf í Frakklandi úr skorðum.

Ísland aldrei mælst neðar á listanum

Ísland er fallið niður í ellefta sæti á lista alþjóðasamtakanna Transparency International, sem mæla spillingu í opinbera geiranum. Ísland hefur ekki áður mælst neðar á listanum, en fyrir hrun var Ísland jafnan í efstu sætunum og iðulega í því fyrsta.

Leit að fólki á tveimur hamfarasvæðum

Síðdegis í gær var vitað um rúmlega 270 manns sem látist höfðu af völdum flóðbylgjunnar sem lenti á Indónesíu. Eldgosið, sem hófst á þriðjudag annars staðar í eyjaklasanum, hafði kostað um þrjátíu manns lífið.

Aðildin gæti strandað á Mladic og Hadzic

Ráðamenn í Serbíu hafa fagnað ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins um að hefja fyrsta stig undirbúnings aðildarviðræðna við Serbíu. Dragan Sutanovic, utanríkisráðherra Serbíu, sagði að nú geti ekkert lengur komið í veg fyrir aðild Serbíu að ESB.

Tökum náð á eldinum í Athenu

Tekist hefur að ná tökum á eldinum um borð í færeyska risatogaranum Athenu undan ströndum Cornwall í Bretlandi. Tæplega hundrað manns var bjargað úr skipinu sem nú siglir fyrir eigin vélarafli í átt til Bretlands. 13 meðlimir úr áhöfninni urðu eftir um borð til að slökkva eldinn og stýra skipinu til hafnar.

Danir sökkva sjóræningjaskipi

Danska herskipið Esbern Snare hefur sökkt móðurskipi sjóræningja undan ströndum Sómalíu. Esbern Snare var á eftirlitsferð við stendur landsins þegar það rakst á móðurskipið.

Dýraverndarsinnar fangelsaðir

Fimm dýraverndarsinnar hafa verið dæmdir til fangelsisvistar í Bretlandi fyrir margra ára látlausar árásir á starfsmenn líftæknifyrirtækis sem gerir tilraunir á dýrum.

Færeyskur togari í björtu báli

Tíu þúsund tonna Færeyskur verksmiðjutogari stendur í björtu báli undan ströndum Cornwall í Bretlandi. Um borð eru 111 manns, áhöfn og fiskverkafólk.

Klofningur í rauðgrænum

Rauðgræna bandalagið, sem er bandalag stjórnarandstöðuflokkanna þriggja í Svíþjóð, hefur klofnað. Fulltrúar bæði Sósíaldemókrata og Umhverfisflokksins hafa staðfest það í viðtölum við sænska fjölmiðla.

Fékk líflátsdóm fyrir ofsóknir

Tariq Aziz, sem lengi var utanríkisráðherra Saddams Hussein, hefur verið dæmdur til dauða í Írak fyrir hlutdeild sína í ofsóknum gegn sjía-múslimum á valdatíma Saddams.

Soros blandar sér í baráttuna um lögleiðingu maríjúana

Fjárfestirinn George Soros, sem rætt hefur verið um hér á landi undanfarna daga í sambandi við skortstöður og íslensku krónuna, hefur gefið eina milljón bandaríkjadala í kosningasjóð þeirra sem vilja lögleiða maríjúana í Kaliforníu.

Kosið um tillögur Sarkozy í dag

Neðri deild franska þingsins tekur í dag fyrir tillögur Sarkozy forseta um að stytta eftirlaunaaldurinn í landinu um tvö ár. Gríðarleg mótmæli hafa verið í Frakklandi vegna tillögunnar og hafa milljónir manna staðið í verkfallsaðgerðum til þess að fá stjórnvöld til þess að falla frá áætlunum sínum.

Vilja kjósa um aðild Tyrklands að ESB

Flokkar utarlega á hægri væng evrópskra stjórnmála hyggjast efna til undirskriftasöfnunar til að þrýsta á um almenna þjóðar­atkvæðagreiðslu innan Evrópusambandsins (ESB) til að koma í veg fyrir aðild Tyrklands að sambandinu.

Bandaríkjamenn falla fyrir teboðinu

Örlög demókrata virðast þegar ráðin fyrir þingkosningarnar í næstu viku. Repúblikanar njóta mikils meðbyrs, og þakka það ekki síst hinni umdeildu Teboðshreyfingu, sem hefur vakið athygli fyrir skrautlegan málflutning á köflum.

Skipafloti kemst ekki til hafnar í Frakklandi

Heill floti af olíuskipum og öðrum flutningaskipum liggur nú úti fyrir höfninni í Marseille í Suður-Frakklandi. Skipin komast ekki til hafnar vegna verkfallsins sem verið hefur um allt land á aðra viku.

Ítalir eru í rusli

Napólí er enn einusinni að kafna í rusli. Ástandið er orðið svo slæmt að Evrópusambandið er farið að hóta sektum ef sjónvöld sjá ekki til þess að fjarlægð verði um 2500 tonn af úrgangi sem hefur safnast þar saman undanfarið.

Páll er dauður

Kolbrabbinn Páll er dauður. Hann er sagður hafa drepist af náttúrulegum orsökum í búri sínu í sædýrasafninu í Oberhausen í Þýskalandi. Hann var tveggja ára.

Íran: Kjarnorkuverið í gang snemma á næsta ári

Íranskir og rússneskir kjarnorkusérfræðingar eru byrjaðir að flytja kjarnorkueldsneyti inn í kjarnakljúfinn í Bushehr kjarnorkuverinu í Íran. Rússar munu sjá um að reka kjarnorkuverið og er gert ráð fyrir að raforkuframleiðsla geti hafist í verinu snemma á næsta ári.

Bretar harma hjartardráp

Bretar eru ævareiðir yfir því að búið er að skjóta stærsta og frægasta hjartardýr landsins. Hjörturinn var kallaður The Emperor of Exmoor og náttúruunnendur höfðu fylgst með honum í mörg ár enda tíguleg skepna.

Tarik Aziz dæmdur til dauða

Tarik Aziz fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Íraks hefur verið dæmdur til dauða, að sögn þarlendra fjölmiðla. Aziz var einn af allra nánustu samstarfsmönnum og ráðgjöfum Saddams Hussein.

160 saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpi

160 manns er saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpi í Indónesíu í gær. Reuters fréttastofan hefur eftir heimildum að mest sé um konur og börn að ræða. Jarðskjálfti reið yfir í gær undan ströndum Indónesíu og mældist hann 7,5 á Richter kvarðanum. 200 manns bjuggu í þorpinu sem varð fyrir gríðarstórri öldu eftir að skjálftinn reið yfir og aðeins 40 hafa fundist á lífi.

Carter, Lama og Tutu taka höndum saman

Fyrrum Nóbelsverðlaunahafar krefjast þess að núverandi verðlaunahafi verði látinn laus úr fangelsi. Fimmtán verðlaunahafar hafa nú tekið sig saman og skrifað undir áskorun sem sent verður til leiðtoga G-20 ríkjanna, áhrifamestu ríkja heims, þar sem farið er fram á hjálp þeirra við að þrýsta á um lausn Liu Xiaobo núverandi friðarverðlaunahafa Nóbels en hann situr nú af sér ellefu ára dóm í Kína fyrir að krefjast aukinna mannréttinda í Kína.

Íhaldsmenn vinna á

Ný könnun í Bretlandi gefur til kynna að að íhaldsmenn vinni á þrátt fyrir boðaðan niðurskurð. Breska blaðið guardian kannar fylgi flokka í Bretlandi reglulega og nú mælist íhaldsflokkurinn með meira fylgi í fyrsta sinn síðan í júlí. Þetta kemur mörgum á óvart en niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af mörgum.

Námsmenn mótmæla í Frakklandi

Námsmannahreyfingar í Frakklandi hafa boðað til mótmæla í dag til þess að efla andstöðuna við áform stjórnvalda um að lækka eftirlaunaaldurinn. Dregið hefur úr þrótti mótmælenda síðustu daga og segja franskir stjórnmálaskýrendur að það gæti skýrst í dag hvert framhaldið verði.

30 almennir borgarar drepnir daglega í Írak

Skjöl frá Bandaríkjaher, sem áttu að fara leynt, sýna að mannfall af völdum stríðsins í Írak hefur verið töluvert meira en til þessa hefur fengist staðfest.

Segja líf þeirra vera í hættu

Bandaríski leikarinn Randy Quade og kona hans Evi hafa sótt um hæli í Kanada. Þau voru handtekin þar um helgina fyrir að mæta ekki við dómtöku máls á hendur þeim í Bandaríkjunum.

Skylt að leyfa gleðigöngur

Rússnesk stjórnvöld þurfa að greiða þeim, sem skipulögðu gleðigöngu samkynhneigðra í Moskvu árin 2006, 2007 og 2008, vel á fimmtu milljón króna í skaðabætur og málskostnað.

Konur til sölu í stórmarkaði

Gestum í stórmarkaði í Tel Aviv í Ísrael brá í brún þegar þeir komu að verslun sem hét Konur til sölu. Fyrir framan verslunina stóðu ungar konur með verðmiða á sér.

ESB sendir landamæraverði til Grikklands

Grikkir eiga í mestu vandræðum með gríðarlegan straum flóttamanna á landamærum sínum að Tyrklandi. Á öðrum ársfjórðingi þessa árs sexfaldaðist þessi straumur.

Vill sekta fyrir pínupils

Bæjarstjórinn í ítalska smábænum Castellamari di Stabia er siðprúður maður. Og hann vill að aðrir hagi sér í samræmi við það. Til dæmis að fólk klæði sig siðsamlega.

Héldu að djöfullinn væri kominn

Fjögurra mánaða gamalt barn lést og margir slösuðust þegar þeir flúðu það sem þeir töldu vera djöfulinn í smábæ vestan við París í morgun.

Óljóst um orsakir þegar þyrla brotlenti

Ekki er enn vitað um orsakir þess að lítil fis- þyrla brotlenti ofan á Esjunni undir kvöld í gær. Tveir menn, sem voru um borð í henni sluppu ómeiddir og gengu til byggða.

Kólerusmitum fer fækkandi á Haítí

Heilbrigðisyfirvöld á Haítí segja að svo virðist sem dregið hafi úr kólerufaraldri sem geisað hefur í landinu undanfarið. Um 250 manns hafa látist í faraldrinum og rúmlega þrjú þúsund smitast en tilfellum virðist hafa farið fækkandi um helgina.

Vill rannsókn á Wikileaks-skjölum

Bagdad, AP Nick Clegg, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, segir að rannsaka þurfi ásakanir um pyntingar hermanna á föngum og dráp þeirra á almennum borgunum sem eru bornar fram í leyniskjölum Bandaríkjahers sem Wikileaks-síðan hefur birt. Í viðtali við breska ríkissjónvarpið, BBC, sagði Clegg að sorglegt væri að lesa upplýsingarnar um fall almennra borgara í Írak og að málið væri grafalvarlegt.

Hvetur Tyrki til að virða trúfrelsið

„Kristni á tvímælalaust heima í Tyrklandi,“ sagði Christian Wulff, forseti Þýskalands, þegar hann ávarpaði tyrkneska þingið í Ankara fyrir helgi, fyrstur þýskra forseta.

Sjá næstu 50 fréttir