Erlent

Námsmenn mótmæla í Frakklandi

Mikil alda mótmæa hefur riðið yfir Frakkland undanfarið.
Mikil alda mótmæa hefur riðið yfir Frakkland undanfarið. MYND/AP

Námsmannahreyfingar í Frakklandi hafa boðað til mótmæla í dag til þess að efla andstöðuna við áform stjórnvalda um að lækka eftirlaunaaldurinn. Dregið hefur úr þrótti mótmælenda síðustu daga og segja franskir stjórnmálaskýrendur að það gæti skýrst í dag hvert framhaldið verði.

Verkamenn við þrjár olíuhreinsunarstöðvar hafa látið af mótmælum sínum og sorphirðumenn í Marseilles hafa einnig snúið aftur til vinnu eftir verkfall. Búist er við því að franska þingið kjósi um málið á miðvikudag og verkalýðsfélög hafa boðað til allsherjarverkfalls á fimmtudaginn, nái breytingarnar fram að ganga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×