Erlent

Kosið um tillögur Sarkozy í dag

Nicholas Sarkozy.
Nicholas Sarkozy.

Neðri deild franska þingsins tekur í dag fyrir tillögur Sarkozy forseta um að stytta eftirlaunaaldurinn í landinu um tvö ár. Gríðarleg mótmæli hafa verið í Frakklandi vegna tillögunnar og hafa milljónir manna staðið í verkfallsaðgerðum til þess að fá stjórnvöld til þess að falla frá áætlunum sínum.

Hins vegar er talið nær öruggt að frumvarpið fái brautargengi í neðri deildinni eins og það fékk í efri deild í gær auk þess sem dregið hefur af mótmælendunum síðustu daga. Sarkozy er sagður reikna með að verði frumvarpið samþykkt í þinginu muni það slökkva síðustu eldana sem logað hafa í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×