Erlent

Rúmlega 300 látnir og óttast um fleiri

MYND/AP

Fyrstu myndirnar eru nú teknar að berast frá Mentawai eyjunum í Indónesíu sem urðu fyrir flóðbylgju á mánudaginn var og sýna þær gríðarlega eyðileggingu.

Björgunarsveitir eru komnar á staðinn sem er afar afskektur en talið er að bylgjan hafi farið yfir þrettán þorp í það minnsta. Enn hefur björgunarmönnum ekki tekist að komast til ellefu annara þorpa á eyjunum svo óvíst er hve mörg hafi lent í flóðinu.

311 létust hið minnsta í flóðbylgjunni sem kom í kjölfar jarðskjálfta úti fyrir eyjunum, en yfirvöld óttast að sú tala eigi eftir að hækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×