Erlent

Soros blandar sér í baráttuna um lögleiðingu maríjúana

Fjárfestirinn George Soros, sem rætt hefur verið um hér á landi undanfarna daga í sambandi við skortstöður og íslensku krónuna, hefur gefið eina milljón bandaríkjadala í kosningasjóð þeirra sem vilja lögleiða maríjúana í Kaliforníu.

Ein vika er í þingkosningarnar í Bandaríkjunum en samhliða þeim geta íbúar kalíforníu kosið um hvort að allir eldri en 21 árs megi rækta og eiga allt að 28 grömm af eiturlyfinu á hverjum tíma.

Soros, sem hefur lengi stutt Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum hefur lýst því yfir að hann ætli sér ekki að koma nærri þingkosningunum í ár þar sem honum finnist ástandið svo dapurt í landinu.

Soros hefur hinsvegar lengi verið á bandi þeirra sem vilja leyfa maríjúana og styrkti hann baráttuna á sínum tíma fyrir því að læknum í Kalíforníu yrði leyft að ávísa efninu til sjúklinga sinna. Nýjustu kannanir sýna að ólíklegt sé að breytingarnar nái fram að ganga enda hafa andstæðingar tillögunnar auglýst mikið undanfarna daga. Milljón dollarar frá Soros gætu þó jafnað metin í auglýsingakeppninni á síðustu metrunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×