Erlent

Vill sekta fyrir pínupils

Óli Tynes skrifar
500 evrur takk.
500 evrur takk.

Bæjarstjórinn í ítalska smábænum Castellamari di Stabia er siðprúður maður. Og hann vill að aðrir hagi sér í samræmi við það. Til dæmis að fólk klæði sig siðsamlega. Hann hefur því lagt fram tillögu í bæjarstjórninni um að sekta þá sem sýna of mikið af húð. Þetta virðist einkum eiga að gilda um konur því það er talað um of flegna boli og pínupils.

Einnig um of stuttar stuttbuxur. Fyrir slíkan klæðnað vill Luigi Bobbio bæjarstjóri fá 80 þúsund krónur í sektargreiðslur. Castellamare er hafnarbær með um 65 þúsund íbúa. Hann er vinsæll hjá ferðamönnum og það er víst einkum klæðnaður þeirra sem fer í taugarnar á Bobbio. Hann er þó réttsýnn maður og segir að eitt muni yfir alla ganga. Íbúar Castellamare verði samviskusamlega sektaðir ef þeir fara gegn fatasmekk hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×