Erlent

Íhaldsmenn vinna á

David Cameron.
David Cameron.

Ný könnun í Bretlandi gefur til kynna að að íhaldsmenn vinni á þrátt fyrir boðaðan niðurskurð. Breska blaðið guardian kannar fylgi flokka í Bretlandi reglulega og nú mælist íhaldsflokkurinn með meira fylgi í fyrsta sinn síðan í júlí. Þetta kemur mörgum á óvart en niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af mörgum.

Raunar kemur andstaðan við niðurskurð greinilega fram í könnuninni en andstaðan er þó ekki það mikil að það gagnist verkamannaflokknum sem er í stjórnarandstöðu. Í síðustu könnun blaðsins var íhaldsflokkurinn rúmum tíu prósentum á eftir verkamannaflokknum en í könnuninni sem birt er í dag hefur hann náð þriggja prósenta forskoti og mælist með þrjátíu og níu prósent. Ríkisstjórnin fær einnig góða dóma hjá aðspurðum sem segja hana taka vel á efnahagsmálunum.

Niðurstaðan ætti að vera íhaldsmönnum mikill léttir því stjórnmálaskýrendur höfðu margir hverjir spáð fylgishruni vegna niðurskurðarins. Þá hefur verkamannaflokkurinn kosið sér nýjan formann, Ed Miliband, en hann virðist ekki vera að hrífa kjósendur upp úr skónum, enn sem komið er að minnsta kosti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×