Erlent

160 saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpi

MYND/AFP

160 manns er saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpi í Indónesíu í gær. Reuters fréttastofan hefur eftir heimildum að mest sé um konur og börn að ræða. Jarðskjálfti reið yfir í gær undan ströndum Indónesíu og mældist hann 7,5 á Richter kvarðanum. 200 manns bjuggu í þorpinu sem varð fyrir gríðarstórri öldu eftir að skjálftinn reið yfir og aðeins 40 hafa fundist á lífi.

Þá er tíu Ástrala saknað en þeir voru á skemmtisiglingu á svæðinu. Fyrst eftir skjálftann var talið að skemmdir hefðu verið smávægilegar en nú virðist annað að vera að koma í ljós.

Í desember 2004 skall flóðbylgja á Indónesíu í kjölfar jarðskjálfta með þeim afleiðingum að rúmlega 220 þúsund manns fórust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×