Erlent

Fékk líflátsdóm fyrir ofsóknir

Tariq Aziz
Tariq Aziz
Tariq Aziz, sem lengi var utanríkisráðherra Saddams Hussein, hefur verið dæmdur til dauða í Írak fyrir hlutdeild sína í ofsóknum gegn sjía-múslimum á valdatíma Saddams.

Aziz hefur þrjátíu daga frest til að áfrýja úrskurði dómstólsins. Staðfesti áfrýjunardómstóll niðurstöðuna þarf að fullnægja dómnum innan þrjátíu daga, en forseti Íraks þarf þó fyrst að skrifa undir aftökuskipun.

Aziz er 74 ára gamall. Hann hefur þegar hlotið fimmtán ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í aftöku 42 manna árið 1992 og sjö ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í nauðungarflutningum Kúrda í norðanverðu landinu.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×